Greinar eftir frambjóðendur

7 ár í höftum?

Grein eftir Bergþór Ólason, þingmann og oddvita Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. "Heilbrigðisráðherra hefur haldið heilbrigðiskerfinu í heljargreipum síðastliðin fjögur ár. Dregið hefur úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þvert á vilja og velferð landsmanna, allri aðkomu einkareksturs að heilbrigðisþjónustu hefur verið hafnað og sjálfstæðum rekstri hefur verið útrýmt þar sem hann var fyrir við góðan orðstír. Steinar hafa verið lagðir í götu þeirra einkaaðila sem hafa viljað aðstoða heilbrigðiskerfið í faraldrinum, þeim ýmist ekki svarað eða verið hafnað. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa ekki gripið í taumana til að afstýra því að staða Landspítalans yrði á endanum ástæða þess að hér búa fullbólusettir Íslendingar enn við skerðingar á venjulegu lífi. Stjórnendur spítalans segjast ekki ráða við örfá, alvarleg tilfelli veikinda á hverjum tíma. Af því má ætla að spítalinn réði þá ekki við hópslys á vegum landsins eða aðrar hörmungar sem hent geta í daglegu lífi."

Hærri skattar, stærra bákn, verri þjónusta

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 21. ágúst, 2021. "Skattheimta er þegar komin yfir öll þolmörk. Engin merki eru um að þjónusta við borgarana hafi batnað í samræmi við aukna tekjuöflun „báknsins“. Nú þarf að staldra við og spyrja áleitinna spurninga hvort ekki séu aðrar leiðir betri til að auka þjónustu kerfisins en síaukin skattheimta."

Eflum lögreglu og landamæraeftirlit

Pistill eftir Finneyju Anítu Thelmudóttur sem skipar 3. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. "Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að lögreglan og þeir sem sinna landamæraeftirliti fái betri úrræði og að veruleg endurbót verði gerð á málaflokknum. Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árunum 2015, 2017 og 2019 kemur fram að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi/erlendra glæpahópa í fíkniefnaviðskiptum hér á landi fari vaxandi og þar séu á ferð aðilar sem ýmist flytjist hingað eða komi tímabundið. Þetta er hættuleg þróun."

Hvar eiga börnin okkar að búa?

Grein eftir Fjólu Hrund Björnsdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. "Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja."

Skynsemin sigraði í Borgarfirði en hvað með Stóru-Brákarey?

Grein eftir Sigurð Pál Jónsson, þingmann Miðflokksins. Sigurður situr í 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. "Ég vil fyrst og fremst fá menn til að horfa skynsamlega á málið og leita lausna sem fyrst til hagsbóta fyrir alla íbúa. Við sáum það í Húsafelli að það er hægt að leysa málin ef menn setjast niður og leita skynsamra lausna."

Öruggt og öflugt heilbrigðiskerfi

Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmann Miðflokksins. Anna Kolbrún situr í 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.

Sjálflýsing á afrekaskrá ráðherra

Grein eftir Ernu Bjarnadóttur

Sjávar­út­vegur í fjötrum

Grein eftir Einar G. Harðarson

Íslenskt – já takk!

Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur

Stofnum afleysingaþjónustu bænda

Erna Bjarnadóttir og Heiðbrá Ólafsdóttir