Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september, 2021 | Listabókstafur Miðflokksins er M

Þeir kjósendur sem ekki geta kosið á kjördag hafa tækifæri til að kjósa utan kjörfundar.  Mikilvægt er að kjósa tímanlega, sérstaklega kjósendur sem ætla að kjósa á sendiskrifstofum erlendis.  Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvar hægt er að kjósa utan kjörfundar, bæði hér innanlands og erlendis.  Hvert einasta atkvæði skiptir okkur máli!

Verkefnastjóri utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá Miðflokknum er Íris K. Óttarsdóttir s: 660-5441.  

Hvar er hægt að kjósa utan kjörfundar?

Kringlan | 3. hæð á bíógang

  • Alla daga kl. 10:00 – 22:00

Smáralind | 1. hæð (nálægt Hagkaup)

  • Alla daga kl. 10:00 – 22:00

Á kjördag, laugardaginn 25. september verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind kl. 10:00 - 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Sýslumaður­inn á Norður­landi eystra

 

At­kvæðagreiðsla utan kjör­fund­ar fer fram sem hér seg­ir:

 

Ak­ur­eyri – Mánu­daga til fimmtu­daga frá 9:00-15:00 og föstu­daga frá 9:00-14:00.

 

Húsa­vík – Mánu­daga til fimmtu­daga frá 9:00-15:00 og föstu­daga frá 9:00-14:00.

 

Siglu­fjörður – Mánu­daga til fimmtu­daga frá 9:00-15:00 og föstu­daga frá 9:00-14:00.

 

Þórs­höfn – virka daga frá 10:00-14:00

 

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

 

Akranesi - Stillholti 16-18,  mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en 09:00 til 14:00 á föstudögum.

 

Borgarnesi - Bjarnarbraut 2,  mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en 09:00 til 14:00 á föstudögum.

 

Stykkishólmi - Borgarbraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en 09:00 til 14:00 á föstudögum.  

 

Búðardal -  Miðbraut 11, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 09:30 til 13:00

 

Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppsstjóra, Þverá
Alla virka daga kl. 12:00 til 13:00.

 

Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16
Alla virka daga kl. 10:00 til 14:00.

 

Snæfellsbæ - skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4
Alla virka daga kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30.

 

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Ísafjörður - Hafnarstræti 1, kl. 09:30 - 14:00 en til kl. 13:30 á föstudögum.
Patreksfjörður - Aðalstræti 92, kl. 9:30 - 12:00 og 13:00 - 14:00 en til kl. 12:00 á föstudögum. 
Hólmavík - Hafnarbraut 25,  kl. 10:00 - 12:00.

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

• Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.

• Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.

• Sveitarfélaginu Skagaströnd, á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd,
kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 virka daga.

• Húnaþingi vestra, á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga,
kl. 12:00 – 16:00 virka daga.

Þriðjudaginn 21. september og fimmtudaginn 23. september nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og í sýsluskrifstofu á Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á skrifstofunum frá 13:00 – 15:00. Opið verður til kl. 19:00 fimmtudaginn 23. september á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6, Hvammstanga.

 

Sýslumaðurinn á Austurlandi
Seyðisfjörður
EgilsstaðirEskifjörður: Frá 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga frá 9:00-14:00. 

 

Vopnafjörður: mánudaga til föstudags frá 10:00-13:00.

 

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum Múlaþings á Borgarfirði og Djúpavogi og á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum frá og með 6. september til og með 24. september.

 

  • Borgarfjörður – á skrifstofu sveitarfélagsins
    Opnunartími sami og opnunartími skrifstofunnar, mánudaga til fimmtudaga frá
    kl. 8.00 til 17.00 og föstudaga kl. 8.00 til 13.30

 

  • Djúpavogur – á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1
    Opnunartími – mánudaga og miðvikudaga kl. 13.00 til 15.00 og föstudaga frá
    kl. 10.00 til 12.00

 

  • Egilsstaðir – á Bókasafni Héraðsbúa Laufskógum 1
    Opnunartími – virka daga milli kl. 15.00 og 16.00

    Sýslumaðurinn á Suðurlandi

    Lengdur opnunartími á sýsluskrifstofum
    Síðustu vikur fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir:

    Selfoss, Hörðuvellir 1:
    • 15.-17. september kl. 09:00-16:00.
    • Laugardaginn 18. september kl. 10:00-12:00.
    • 20. – 24. september kl. 09:00-18:00.
    • Kjördagur, 25. september kl. 10:00-12:00.

    Hvolsvöllur, Austurvegur 6:
    • 20.-22. september kl. 09:00-16:00.
    • 23.-24. september kl. 09:00-18:00.
    • Kjördagur, laugardagurinn 25. september kl. 10:00-12:00.

    Vík í Mýrdal, Ránarbraut 1:
    • 20.-22. september kl. 09:00-16:00.
    • 23.-24. september kl. 09:00-18:00.
    • Kjördagur 25. september vaktsími 897-1441 opinn milli kl. 10:00-12:00.

    Höfn í Hornafirði, Hafnarbraut 36
    • 20. -23. september kl. 18:00-20:00 (auk hefðbundins opnunartíma 09:00-15:00).
    • 24. september kl. 09:00-17:00.
    • Kjördagur 25. september, vaktsími 862-7095 opinn milli kl. 10:00-12:00.

    Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

    Á skrifstofu embættisins frá 09:15-15:00 alla daga nema föstudaga frá 09:15-14:00.

    Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

    Í Reykjanesbæ, að Vatnsnesvegi 33:

  • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 08:30 til 19:00

  • alla laugardaga í september frá kl. 10:00 til 14:00

  • Í Grindavík, að Víkurbraut 25:

  • virka daga til 17. september frá kl. 08:30 til 13:00

  • dagana 20. september til 24. september frá kl. 08:30 til 18:00

  • Í Sveitarfélaginu Vogum, að Iðndal 2 (bæjarskrifstofunni)

  • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 08:30 til 15:30, nema á föstudögum til kl. 12:30

  • Í Suðurnesjabæ, að Sunnubraut 4, Garði (bæjarskrifstofunni)

  • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 09:30 til 15:00, nema á föstudögum til kl. 12:30.

 

Erlendis

 

Kjósendur með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis.

 

Kjósendur sem staddir á Íslandi á tímabilinu 13. ágúst – 25. september geta einnig kosið hjá sýslumönnum og á utankjörfundarkjörstöðum.

 

UPPLÝSINGAR UM SENDISKRIFSTOFUR Á HEIMASÍÐU UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS 

 

UPPLÝSINGAR UM KJÖRRÆÐISMENN EFTIR LÖNDUM 

 

Nú er víða að verða of seint að senda atkvæði heim með pósti og því mikilvægt að við hjálpumst öll að við að koma atkvæðum heim.
Við hvetjum þá sem eiga leið til landsins fram að kjördegi til þess að láta vita, t.d. á Facebook Íslendingahópum, og bjóðast til þess að kippa kjörseðlum með heim. Þá má einnig senda eitt eða fleiri atkvæði saman í þriðja umslaginu með hraðpósti.
Kjörseðlum þarf að koma í kjördæmi kjósanda eða til okkar á skrifstofu Miðflokksins, Hamraborg 1, 200 Kópavogi. Þá má einnig hafa samband við okkur á midflokkurinn@midflokkurinn.is eða í síma 555-4007 og við sækjum atkvæðin hér á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samkomulagi.

 

Á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum

Kjósandi sem er til meðferðar eða dvelur á sjúkrahúsi, er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða á stofnun fyrir fatlað fólk, getur samkvæmt lögum greitt atkvæði á stofnuninni/heimilinu.  Hið sama gildir um fangelsi og vistmenn þeirra.

Kosið verður á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, fangelsum og öðrum slíkum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað í samráði við viðkomandi forstöðumenn. Upplýsingar þar að lútandi verða birtar á vef Sýslumanna þegar það liggur fyrir og tilkynning hefur borist frá viðkomandi sýslumanni.  Aðeins er ætlast til að sjúklingar og vistmenn á stofnunum kjósi á þeim stofnunum sem um ræðir. 

Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunarinnar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag.

Leiðbeiningar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra o.fl.

Í heimahúsi

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, samanber framangreint.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en tveimur dögum fyrir kjördag.

Eyðublað: 

Umsókn um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi

Um borð í íslensku skipi

Kjósandi, sem er í áhöfn eða farþegi um borð í íslensku skipi í siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, má kjósa um borð í skipinu.

Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir skal vera kjörstjóri.

Erlendis

Kjósendur með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis.

Kjósendur sem staddir á Íslandi á tímabilinu 13. ágúst – 25. september geta einnig kosið hjá sýslumönnum og á utankjörfundarkjörstöðum.

UPPLÝSINGAR UM SENDISKRIFSTOFUR Á HEIMASÍÐU UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS 

UPPLÝSINGAR UM KJÖRRÆÐISMENN EFTIR LÖNDUM

Senda skal atkvæði til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandinn telur sig vera á kjörskrá. 

Einnig má senda atkvæðið beint til utankjörfundarskrifstofu Miðflokksins og við komum því til skila í viðkomandi kjördæmi:  

Miðflokkurinn - Utankjörfundarskrifstofa, Hamraborg 1, 200 Kópavogi.

Athugið að kjósendur erlendis bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila á Íslandi.

Hvernig fer kosning fram utan kjörfundar?

Kjósandi, sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa skilríkjum (t.d. ökuskírteini eða vegabréfi).

Að því búnu fær kjósandi afhent kjörgögn sem eru kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.

Á kjörseðli við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru ekki bókstafir framboðslista, heldur er kjörseðillinn auður. Kjósandi skal aðstoðarlaust og án þess að nokkur annar sjái, rita eða stimpla á kjörseðilinn bókstaf þess framboðslista sem hann vill kjósa.  Listabókstafur Miðflokksins er M.

Eftir að kjósandi hefur ritað atkvæði sitt á kjörseðilinn leggur hann kjörseðilinn í kjörseðilsumslagið og límir það aftur.

Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.

Kjósandi leggur síðan fylgibréfið og kjörseðilsumslagið í sendiumslagið, límir það aftur og áritar það til sýslumannsins eða kjörstjórnarinnar í því umdæmi þar sem hann telur sig vera á kjörskrá.  Einnig er hægt að senda sendiumslagið beint til Miðflokksins: Miðflokkurinn, Hamraborg 1, 200 Kópavogi

Loks ritar kjósandi nafn sitt, kennitölu og lögheimili greinilega á bakhlið sendiumslagsins. Vilji kjósandi ekki að nafn hans, kennitala og lögheimili sé sýnilegt öðrum er honum heimilt að setja sendiumslagið ofan í annað umslag og merkja það viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn.

Kjósandi annast sjálfur og kostar sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Kjósandi sem greiðir atkvæði hjá sýslumanni í sveitarfélagi þar sem hann er á kjörskrá getur lagt bréfið í atkvæðakassa þar.

Hvernig kemst atkvæðið mitt til skila?

Ef atkvæði er greitt hjá kjörstjóra í umdæmi þar sem kjósandi er á kjörskrá þá getur hann skilið atkvæðabréfið þar eftir og látið það sjálfur í atkvæðakassa sem er á kjörstað. 

Ef atkvæði er greitt hjá kjörstjóra í öðru umdæmi en því sem kjósandi er á kjörskrá þá annast og kostar hann sjálfur sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst en kjósandi kostar sjálfur sendinguna.

Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna.

Sá sem tekur að sér að koma bréfinu með utankjörfundaratkvæðinu í kjördeild má afhenda það kjörstjórninni í kjördæmi kjósanda.

Sending atkvæða sem greidd eru utan kjörfundar erlendis. 

Kjósendur erlendis bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila á Íslandi.

Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst en kjósandi kostar sjálfur sendinguna. Senda skal atkvæði til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandinn telur sig vera á kjörskrá. Sendiumslagið skal merkja viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn og á bakhlið umslagsins skal færa inn tilteknar upplýsingar um kjósandann sjálfan. Vilji kjósandi ekki að nafn hans, kennitala og lögheimili á Íslandi sé sýnilegt öðrum er honum heimilt að setja sendiumslagið ofan í annað umslag og merkja það viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn.

  • Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða beint til okkar í Miðflokknum:  Miðflokkurinn - Utankjörfundarskrifstofa, Hamraborg 1, 200 Kópavogi, og við komum því til skila í rétt kjördæmi. 

Hægt er að senda utankjörfundaratkvæði með pósti eða koma því á einhvern annan hátt í hendur hlutaðeigandi kjörstjórnar en það verður að berast fyrir lok kjörfundar á kjördag, 25. september, 2021, svo hægt sé að taka það til greina við kosninguna.

Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrirgerir ekki rétti manns til að greiða atkvæði á kjördag. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á kjördag þótt hann hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og kemur utankjörfundaratkvæði hans þá ekki til greina við kosninguna.

Kjósandi þarf aðstoð við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Ef kjósandi er ekki fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf, skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina og ástæðu hennar skal geta á fylgibréfinu.

Aðstoð við að árita kjörseðil skal því aðeins veitt að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða að fyrra bragði þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar.

Kjósandi sem er í framangreindri stöðu getur einnig óskað eftir því að í stað kjörstjóra aðstoði hann fulltrúi sem hann hefur valið sjálfur. Kjörstjóri skal þá gera hlé á atkvæðagreiðslunni þar til aðrir kjósendur, sem kunna að vera viðstaddir, hafa lokið við að greiða atkvæði og skal fulltrúi kjósandans jafnframt víkja frá. Kjörstjóri tekur beiðni kjósanda strax til úrskurðar og er ákvörðun hans endanleg.

Kjörstjóri skal heimila fulltrúanum að aðstoða kjósandann við atkvæðagreiðsluna geti kjósandi sjálfur með skýrum hætti tjáð kjörstjóra vilja sinn óþvingað um að hann óski aðstoðar fulltrúans. Þó kjósandi geti ekki sjálfur með skýrum hætti tjáð kjörstjóra þennan vilja sinn skal kjörstjóri þó heimila fulltrúanum að aðstoða kjósandann við atkvæðagreiðsluna leggi kjósandinn fram vottorð réttindagæslumanns, sem starfar samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, þar sem staðfest er að kjósandinn hafi valið sjálfur þennan tiltekna fulltrúa sér til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna.

Þessum fulltrúa er óheimilt að aðstoða fleiri en einn kjósanda með þessum hætti við hverjar kosningar. Fulltrúinn er bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem honum og kjósanda fer á milli í kjörklefanum. Í því skyni staðfestir hann heit sitt áður en atkvæði er greitt með undirritun á sérstakt eyðublað.

  • Öllum sem skráðir eru á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er, óháð búsetu eða lögheimili.
  • Auk utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sýslumönnum er hægt að kjósa á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, fangelsum og öðrum slíkum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað fyrir sig. Nánari upplýsingar fylgja hér að neðan.
  • Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal vera skrifleg og stutt vottorði lögráða manns um hagi kjósandans samkvæmt upplýsingum á vef island.is. Slík skrifleg ósk þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en þriðjudaginn 21. september klukkan 16:00.
  • Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.