Aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis Norður

Aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis Norður verður haldinn á fjarfundarkerfinu Zoom, þann 15. mars, 2021 kl. 20:00.

Miðflokksfélag Reykjavíkur verður nú Miðflokksfélag Reykjavíkur Norður en samkvæmt nýjum lögum flokksins verða kjördæmafélög Reykjavíkur nú tvö.

Kosið er til stjórnar Miðflokksfélags Reykjavíkur Norður: Sjö stjórnarmenn sem og þrír fulltrúar í kjörstjórn. Formaður er kosinn beinni kosningu.

Framboð til stjórnar, formanns og í kjörstjórn berist fyrir mánudaginn 8.mars klukkan 20 á skrifstofu flokksins í netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is

Til að hafa atkvæðisrétt á fundinum þarf að skrá sig til þátttöku fyrir kl. 18:00 mánudaginn 8. mars.

Skráning fer fram á heimasíðu flokksins undir flipanum Skráning á Aðalfund.

Dagskrá:

Kosning starfsmanna fundarins

Skýrsla stjórnar

Reikningar lagðir fram

Lagabreytingar

Kosning formanns

Kosning stjórnar

Kosning í kjörstjórn

Önnur mál

HÉR ER HLEKKUR Á FUNDINN

Hér er hlekkur á skráningarsíðuna

 

Breytingar á kjördæmafélögum í Reykjavík

Aukalandsþing Miðflokksins samþykkti lagabreytingu þess efnis að kjördæmafélög Miðflokksins í Reykjavík verði tvö en ekki eitt.

Félögin eru nú Kjördæmafélag Reykjavíkur norður og Kjördæmafélag Reykjavíkur suður. Miðflokksfélag Reykjavíkur verður Miðflokksfélag Reykjavíkur norður og nýtt félag verður Miðflokksfélag Reykjavíkur suður.

Flokksmenn eru sjálfkrafa skráðir í það félag þar sem þeir hafa lögheimili m.v. kjördæmaskiptingu eins og hún var við Alþingiskosningarnar 2017.  Ef óskað er eftir undanþágu til að vera skráður og hafa atkvæðarétt í öðru kjördæmafélagi en þar sem viðkomandi hefur lögheimili eru leiðbeiningar í lögum flokksins varðandi reglur sem um það gilda. 

Flokksmenn geta engu að síður tekið þátt í viðburðum annarra kjördæmafélaga en þess sem þeir hafa atkvæðarétt á aðalfundi.

Ef flokksmenn eru í vafa um það í hvoru kjördæminu þeir búa er hægt að sjá skýringarmynd hér.

Einnig veitir starfsfólk skrifstofunnar nánari upplýsingar á netfanginu midflokkurinn@midflokkurinn.is í síma: 555-4007.