Haustfundur flokksráðs Miðflokksins 9. nóvember, 2019 í Reykjanesbæ
Haustfundur flokksráðs Miðflokksins verður haldinn á Park Inn Radisson hótelinu í Reykjanesbæ, laugardaginn 9. nóvember, 2019.
Öllum félögum Miðflokksins er heimilt að sækja fundinn en einungis flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Æskilegt er að fundargestir, aðrir en flokksráðsfulltrúar, tilkynni komu sína með því að senda tölvupóst á netfangið holmfridurth@althingi.is
Fundargjald er Kr. 3500, kaffi og sætabrauð er innifalið í fundargjaldi.
Drög að dagskrá:
12:00 Skráning og afhending fundargagna
13:00 Setning
13:05 Kosning starfsmanna
13:15 Ræða formanns
14:00 Reikningar kynntir
14:10 Laganefnd kynnir starfið.
14:20 Stjórnmálaályktun kynnt
14:30 Umræður
16:30 Afgreiðsla ályktunar og reikninga
16:35 Fundarslit
Kvöldverðarhóf:
Fordrykkur í boði Miðflokksins hefst klukkan 19:30 og kvöldmatur hefst um klukkan 20:00.
Matseðill:
Forréttur: Ofnbakaðir laxateningar í Saffron Beurre Blanc sósu á salati með maríneruðum rauðrófu- sellerírótar- og gulrótarstrimlum
Aðalréttur: Grilluð nautalund með röstí kartöflum brokkolini, regnbogagulrætur og villisveppasósu
Etirréttur: Créme brulée með kókos gelato og karamellusósu.
Þeir sem hyggast sækja kvöldverðarhófið þurfa að greiða fyrir matinn fyrirfram og í síðasta lagi þriðjudaginn 5. nóvember.
Leggja þarf inná reikning 515-26-650418 kennitala 650418-0850.
Vinsamlegast sendið kvittun fyrir millifærslunni á netfangið sigrungbates@gmail.com.
Verð á matnum er Kr. 7900 krónur.
Tilboð verður á drykkjum með matnum.
Endilega takið daginn og kvöldið frá og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!