Landsþing Miðflokksins 2020

Landsþing Miðflokksins - Hótel Natura í Reykjavík helgina 28. - 29. mars, 2020.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Landsþing Miðflokksins 2020 sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík helgina 28. - 29. mars n.k.

Skráning fer fram á heimasíðu Miðflokksins, en þar er flipi merktur Landsþing 2020.   

Þar er einnig hægt að ganga frá greiðslu fyrir kvöldverð, hádegisverð og þingið sjálft.   

Smellið hér til að skrá ykkur á Landsþing Miðflokksins 2020

 

Dagskráin er enn í mótun en áætlað er að þingið byrji kl. 10:30 á laugardeginum, 28. mars og ljúki kl. 16:00 á sunnudeginum 29. mars.

Að kvöldi laugardags verður glæsilegur kvöldverður og skemmtun að hætti Miðflokksfólks.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.