Landsþing Miðflokksins 2021

Landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu 5. og 6. júní, 2021.

 

Þeir sem hafa áhuga á að sitja þingið þurfa að skrá sig til þátttöku.  Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum flokksins er takmarkaður fjöldi sæta í boði.

Kjördæmafélögin tilnefna fulltrúa á Landsþing og skila kjörbréfum sínum þann 19. maí, 2021. 

Flokksmenn eru því hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Þingið verður aðeins opið Landsþingsfulltrúum.

skráðu þig hér á landsþingið

Allar nánari upplýsingar um Landsþingið ásamt drögum að dagskránni er að finna hér á heimasíðu Miðflokksins undir flipanum Landsþing 2021.

Þingið er boðað með fyrirvara um gildandi sóttvarnarreglur í júní.  

Við vonumst að sjálfsögðu til að geta haldið þingið í raunheimum og átt skemmtilega helgi saman í góðum félagsskap.