Opinn fundur á Akureyri með Önnu Kolbrúnu og Birni Ármanni

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis heldur opinn fund laugardaginn 15. febrúar kl. 11:00 - 13:00 í Zontahúsinu að Aðalstræti 54 á Akureyri.

Gestir fundarins verða Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins í Norðaustur kjördæmi og Björn Ármann Ólafsson.

Björn Ármann fer yfir hugmyndir um hálendisþjóðgarð og endurheimt votlendis.

Anna Kolbrún segir frá þingmannastörfum og kjördæmaviku.

Kaffi og kleinur á boðstólnum.

Allir velkomnir!

Sjórn Miðflokksfélags Akureyrar og nágrennis