Opinn fundur með Gunnari Braga í Hafnarfirði

Á morgun laugardaginn 23. maí verður opinn fundur hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar.

Gestur fundarins verður Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og mun hann ræða um ástandið í stjórnmálunum.

Heitt á könnunni og rjúkandi vöfflur á boðstólnum.

Fundurinn verður haldinn að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði kl. 10:00 - 12:00

Allir velkomnir!