Opinn fundur Miðflokksdeildar Garðabæjar

Miðflokksdeild Garðabæjar boðar til opins fundar þriðjudaginn 3. desember kl. 20 - 22 í Golfskála GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

HVERT ER HLUTVERK KRISTINNAR KIRKJU Í FJÖLMENNINGARSAMFÉLAGINU?

Fjallað verður um jólahald á Íslandi og er dagskráin eftirfarandi:

Baldur Úlfarsson formaður Miðflokksdeildar Garðabæjar setur fundinn og flytur stutt erindi um heiðna siði á Íslandi og hvað breyttist við kristnitöku Íslendinga árið 1000.

Bjarni Karlsson prestur og ráðgjafi hjá Hafsal, flytur erindið; Hver er þjónustan sem prestar þjóðkirkjunnar veita Íslendingum ókeypis.

Ólafur Ísleifsson alþingismaður, talar um kristin gildi, íslenska stjórnmálamenn og fjölmenningarsamfélagið á Íslandi.

Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digraneskirkju, fjallar um kristnihald í sveit og borg.

Allir velkomnir!