ÞORRABLÓT MIÐFLOKKSINS 2020

ÞORRABLÓT MIÐFLOKKSINS 18. janúar, 2020

Laugardaginn 18. janúar ætlar miðflokksfólk sunnan heiða að skemmta sér saman á þorrablóti.  Að sjálfsögðu er allt miðflokksfólk hvaðanæva að hjartanlega velkomið. 

Blótið verður haldið í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 í Reykjavík.  Húsið opnar kl. 19:00 en borðhald hefst kl. 20:00

Verðið er 5.600 krónur á mann. 

Greitt er inn á reikning 0322-26-001676 knt. 560218-0520.

Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið skrifstofa@midflokkurinn.is í síðasta lagi fimmtudaginn 16. janúar.

Fjöldasöngur, trúbador, skemmtiatriði og dans.

Bar verður opinn á staðnum – allir drykkir verða á hagstæðu verði.

Formaður skemmtinefndar er Óskar Þórmundsson.

Við hlökkum til að sjá ykkur!