Vöfflukaffi á skrifstofu Miðflokksins með Vigdísi Hauksdóttur

Vöfflukaffi Miðflokksins verður á sínum stað fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð (Gengið er inn frá Lækjartorgi).

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, verður á staðnum og mun fjalla um Braggann, Sorpu og önnur borgarmál.

Rjúkandi vöfflur og kaffi á boðstólnum.


Allir velkomnir!