Aldrei verð ég Árni

Lofts­lags­mál­in eru mik­il­væg og nauðsyn­legt að finna lausn­ir á því hvernig við bregðumst við auk­inni los­un og hvort hægt er að hafa áhrif á nátt­úru­lega los­un. Ekki kann ég svör við hinu síðar­nefnda en los­un af manna­völd­um má t.d. reyna að tak­marka með nýrri tækni, fjár­fest­ing­um og já­kvæðum hvöt­um. Fyr­ir okk­ur Íslend­inga skipt­ir heilsu­far hafs­ins í kring­um Ísland miklu. Að súrn­un sjáv­ar og breytt hita­stig sé sem minnst af manna­völd­um. Erfiðara get­ur verið að ráða við nátt­úr­una.

Árni Finns­son rit­ar í Morg­un­blaðið sl. mánu­dag grein mér til heiðurs þar sem hann rifjar upp pist­il sem ég skrifaði um hróp­in í lofts­lagsum­ræðunni líkt og Gréta Thun­berg o.fl. viðhafa og svo rifjar Árni upp eina af mín­um góðu ræðum.

Ræðan sem Árna er hug­leik­in var flutt á Par­ís­ar­ráðstefn­unni 2015. Árni seg­ir að ræða þessi hafi aldrei verið birt, er það miður því hún var nokkuð góð. Fyr­ir Árna skal ég reyna að finna ræðuna og setja á fés­bók­ina. Árni tek­ur síðan við að gera mér upp skoðana­skipti í lofts­lags­mál­um og seg­ir m.a. að eitt sinn hafi ég verið Gréta T. Ekki fal­lega gert gagn­vart Grétu. En það er stund­um þannig með þá sem daðra við öfg­ar í um­hverf­is­mál­um að ef ein­hverj­ir eru ekki al­veg sam­mála þeirra skoðunum þá eru þeir orðnir „af­neit­un­ar­sinn­ar“ o.s.frv.

Í pistli mín­um sem Árni vitn­ar til gagn­rýndi ég hróp­in, köll­in og nei­kvæðu hvat­ana sem virðast ráða för hjá vinstri­mönn­um og þá hjá hinni sósíal­ísku rík­is­stjórn sem stýr­ir Íslandi þessa stund­ina. Slík gagn­rýni breyt­ir engu um áhyggj­ur mín­ar eða margra annarra af auk­inni los­un, hlýn­un og súrn­un sjáv­ar o.s.frv.

Ég hef reynd­ar talað fyr­ir því að lækka þær gríðarlegu niður­greiðslur á jarðefna­eldsneyti sem ríki heims stunda og setja hluta af þeim fjár­mun­um í fjár­fest­ing­ar og þróun á um­hverf­i­s­væn­um orku­gjöf­um á borð við jarðhita. Það að hækka kol­efn­is­skatt á Íslandi er óþarfi. Nær væri að verðlauna þá sem nýta um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir t.d. í sín­um rekstri. Skiptu út bens­ín­bíln­um og fáðu skatta­afslátt eða eitt­hvað þess hátt­ar. Setj­um aukna fjár­muni í rann­sókn­ir á fram­leiðslu á inn­lendu eldsneyti, get­um við nýtt þör­unga til áburðarfram­leiðslu, get­um við bundið meira af kolt­ví­sýr­ingi í jörðinni? End­ur­vinn­um sorpið á Íslandi í stað þess að flytja það út, virkj­um meira af fall­vötn­um til að fá hrein­ustu ork­una, lær­um af sjáv­ar­út­veg­in­um sem sýnt hef­ur mikið frum­kvæði o.s.frv.

Áhyggju­efn­in eru þau sömu í dag og voru 2015. Öfgarn­ar í umræðunni og hjá þeim sem hafa at­vinnu af því af fóstra öfgarn­ar skemma fyr­ir raun­veru­leg­um lausn­um. Við eig­um að draga úr út­blæstri því það er skyn­sam­legt og nauðsyn­legt en við eig­um ekki að gera það með upp­hróp­un­um, heimsenda­spám, bönn­um og skött­um sem leiða til stöðnun­ar efna­hags­lífs.

Því verð ég aldrei Árni.

 

Höf­und­ur:  Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is og vara­formaður Miðflokks­ins. 

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 15. janúar, 2020