Bókunardrottning Reykjanesbæjar

Miðflokkurinn var með meira en helming allra bókana sem lagðar voru fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar árið 2019 samkvæmt samantekt forseta bæjarstjórnar sem var lögð fram á fundi bæjarráðs nýverið.  Víkurfréttir greindu frá þessu í nýjasta tölublaði sínu og útnefndu Margréti Þórarinsdóttur bæjarfulltrúa Miðflokksins bókunardrottningu Reykjanesbæjar.  Alls voru 70 bókanir á bæjarstórnarfundum Reykjanesbæjar 2019 og voru meira en helmingur þeirra, eða 43 bókanir, lagðar fram af Miðflokknum.