Þetta snýst allt um heimilin

Allt snýst þetta um að verja heimilin og bæta hag þeirra.  Við stórtækar aðgerðir á borð við skuldaleiðréttinguna og uppgjör föllnu bankana var markmiðið alltaf að verja og bæta kjör alls almennings.  Það sama á við um baráttu Miðflokksins nú.  Hún miðar öll að því að nýta tækifæri samfélagsins og tryggja að ávinningurinn skili sér á sanngjarnan hátt til allra landsmanna.