Fréttabréf Miðflokksins 17. janúar, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 

17. janúar, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Mánudagar:  13 - 17
Þriðjudaga - föstudaga:  9 - 12 og 13 - 17
Verið velkomin að koma við í kaffibolla og spjall

 


 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:


ÞORRABLÓT MIÐFLOKKSINS 2020

Enn eru örfá sæti laus á Þorrablót Miðflokksins sem haldið verður á morgun, laugardaginn 18. janúar, 

en allra síðasti sjéns til að næla sér í miða er til kl. 17 í dag (föstudag).

Blótið verður haldið í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

Drykkir verða seldir á staðnum á hagstæðu verði.

Glæsilegt þorrahlaðborð, trúbador sem leiðir fjöldasöng, skemmtiatriði, glens og gaman.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, heldur tölu.

Veislustjóri er Óskar H. Þórmundsson.

Skemmtinefnd Þorrablótsins lofar skemmtilegu og eftirminnilegu kvöldi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Miðaverð er kr. 5.600 á mann

Vinsamlegast greiðið inn á eftirfarandi reikning:  322-26-1676, kt. 560218-0520

og sendið staðfestingu greiðslu á netfangið:  skrifstofa@midflokkurinn.is

 Við hlökkum til að sjá ykkur!

 


 OPIÐ HÚS Í HAFNARFIRÐI, laugardaginn 18. janúar kl. 10

Miðflokksfélag Hafnarfjarðar verður með opið hús á morgun, laugardaginn 18. janúar kl. 10:00 - 12:00 í húsnæði félagsins að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Stjórnmálaumræður.

Boðið verður upp á rjúkandi vöfflur og kaffi - Allir velkomnir.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 


 BÆJARMÁLAFUNDUR Á AKUREYRI, mánudaginn 20. janúar kl. 20

Mánudaginn 20. janúar kl. 20:00 stendur Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis fyrir bæjarmálafundi í Zontahúsinu, Aðalstræti 56 á Akureyri.

Í vetur  og fram á vor verða bæjarmálafundir haldnir á Akureyri annan hvorn mánudag, en nánari dagsetningar má sjá í auglýsingunni hér að neðan.

Heitt á könnunni - Allir velkomnir.

 


OPINN FUNDUR Í GRINDAVÍK MEÐ GUNNARI BRAGA SVEINSSYNI

Miðvikudaginn, 22. janúar kl. 20:00, boðar Miðflokkurinn til opins fundar í Verkalýðshúsinu í Grindavík.

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, heldur erindi á fundinum.

Þingmenn Miðflokksins í Suðurkjördæmi, þeir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason, verða einnig á fundinum.

Fundarstjóri:  Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík.

Allir velkomnir.

 


 VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS, fimmtudaginn 23. janúar kl. 16

Hið vikulega vöfflukaffi Miðflokksins fer nú af stað á nýjan leik eftir jólafrí. 

Fimmtudaginn 23. janúar kl. 16:00 - 18:00 verður fyrsta vöfflukaffi ársins á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík

(Gengið inn við hliðina á Te & Kaffi og er skrifstofan staðsett á 2. hæð).

Rjúkandi vöfflur, kaffi og góður félagsskapur.

Verið velkomin og endilega takið með ykkur gesti.

 


OPINN FUNDUR Í REYKJANESBÆ MEÐ GUNNARI BRAGA SVEINSSYNI

Laugardaginn, 25. janúar kl. 11, boðar Miðflokkurinn til opins fundar á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ.

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksis, verður á fundinum

ásamt Birgi Þórarinssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, þingmönnum Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Fundarstjóri:  Úlfar Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjanesbæjar.

Allir velkomnir!


 

FRÉTTIR AF ÞINGINU:


Vikan sem senn er á enda var svokölluð nefndarvika á þinginu og voru þingmenn á nefndarfundum frá morgni til kvölds.

Þingfundur hefst svo aftur eftir jólafrí næsta mánudag, þann 20. janúar, 2020 kl. 15:00.  

Þingflokkur Miðflokksins sendi frá sér eftirfarandi ályktun í vikunni:


 GREINAR OG PISTLAR:


Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 15. janúar, 2020

Aldrei verð ég Árni

 


 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter