Fréttabréf Miðflokksins 24. janúar, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 

24. janúar, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Mánudagar:  13 - 17
Þriðjudaga - föstudaga:  9 - 12 og 13 - 17
Verið velkomin að koma við í kaffibolla og spjall

 

 

 

Bóndadagurinn er í dag og þar með er þorrinn gengin í garð samkvæmt fornu norrænu tímatali.  Um bóndadaginn hafa lengi ríkt ákveðnar hefðir og eru sumar þeirra einkar skemmtilegar.  Samkvæmt þjóðsögum Árna Magnússonar frá árinu 1728 eiga bændur að bjóða þorra velkominn með eftirfarandi hætti:

… með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.

 

Til hamingju með daginn bændur!

 


 VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:


OPINN FUNDUR Í HAFNARFIRÐI MEÐ BERGÞÓRI ÓLASYNI, laugardaginn 25. janúar kl. 10

Á morgun, laugardaginn 25. janúar, verður opinn fundur hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar kl. 10:00 - 12:00 að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Gestur fundarins verður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og mun hann fjalla um álitamál vegna tillögu ríkisstjórnarinnar um miðhálendisþjóðgarð.

Rjúkandi vöfflur og kaffi á boðstólnum.

Allir velkomnir!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 


MORGUNKAFFI FYRIR ELDRI BORGARA, miðvikudaginn 29. janúar kl. 10

Miðflokkurinn býður eldri borgara sérstaklega velkomna í morgunkaffi og spjall á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20, miðvikukdaginn 29. janúar kl. 10:00 - 12:00.

Boðið verður upp á kaffi og góðgæti úr bakaríinu.

Allir velkomnir.

(Skrifstofa Miðflokksins er staðsett á 2. hæð að Hafnarstræti 20.  Gengið er inn við hliðina á Te & Kaffi.  Síminn á skrifstofunni er 555-4007)
 

VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS, fimmtudaginn 30. janúar kl. 16

Vöfflukaffið verður á sínum stað fimmtudaginn 30. janúar á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20.

Endilega kíkið við í kaffi, spjall og rjúkandi vöfflur.

Allir velkomnir.

 


ÞORRAFUNDUR Á AKUREYRI MEÐ SIGMUNDI DAVÍÐ GUNNLAUGSSYNI, laugardaginn 1. febrúar kl. 11

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis heldur opinn fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,  laugardaginn 1. febrúar kl. 11:00 - 13:00.

Fundurinn verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 56 á Akureyri.

Þorraveisla verður í boði - Allir velkomnir!


BÆJARMÁLAFUNDUR Á AKUREYRI, mánudaginn 3. febrúar kl. 20

Mánudaginn 3. febrúar stendur Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis fyrir bæjarmálafundi í Zontahúsinu að Aðalstræti 56 á Akureyri.

Bæjarmálin rædd og heitt á könnunni.

Allir velkomnir.

Bæjarmálafundir verða haldnir annan hvern mánudag á Akureyri í vetur, en nánari dagsetningar má sjá hér:

 


OPINN FUNDUR Á HVOLSVELLI MEÐ GUNNARI BRAGA SVEINSSYNI, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20

Miðflokkurinn boðar til opins fundar með Gunnari Braga Sveinssyni, varaformanni Miðflokksins.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20:00.

Einnig verða á fundinum þingmenn Miðflokksins í Suðurkjördæmi, þeir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason.

Fundarstjóri:  Margrét Sigríður Jónsdóttir, formaður Miðflokksfélags Rangárþings.

Heitt á könnunni - Allir velkomnir!

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU: 

Í vikunni var þingfundur settur á ný eftir jólafrí og var fyrsti þingfundur ársins á mánudaginn þar sem umræður voru um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu fyrir hönd þingflokksins. 

  

Ólafur Ísleifsson mælti fyrir frumvarpi sínu, þar sem þingflokkur Miðflokksins voru meðflutningsmenn, um fasteignalán til neytenda og nauðungarsala (nauðungarsala og eftirstöðvar), sem oft er kallað í dagslegu tali lyklafrumvarp. Frumvarpinu er ætlað að efla varnir heimila og fjölskyldna gagnvart fjármálaáföllum.

Í kjölfarið gekk frumvarpið til efnahags- og viðskiptanefndar.

Hér má sjá ræðu Ólafs og umræðuna í heild sinni um lyklafrumvarpið.

Hér má lesa frumvarpið.

 

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í vikunni tóku Ólafur Ísleifsson og Gunnar Bragi Sveinsson þátt.

Ólafur Ísleifsson spurði fjármála- og efnahagsráðherra um eftirlit með gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands.

Gunnar Bragi Sveinsson spurði umhverfis- og samgönguráðherra um Miðhálendisþjóðgarð.

 

Í störfum þingsins í vikunni tók Þorsteinn Sæmundsson til máls og ræddi um ástand ofanflóðasjóð.

 

Anna Kolbrún Árnadóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu í vikunni um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala.

Fyrri ræðu Önnu Kolbrúnar má sjá hér.

Seinni ræðu Önnu Kolbrúnar má sjá hér ásamt umræðunni í heild sinni.

 

Í vikunni voru tvær sérstakar umræður til viðbótar um fiskveiðistjórnarkerfið og stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu.

Í umræðunni um fiskveiðistjórnarkerfið tók Sigurður Páll Jónsson tvisvar til máls.

Fyrri ræðu Sigurðs Páls má sjá hér.

Seinni ræðuna hans má sjá hér.

 

Í umræðunni um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu tók Þorsteinn Sæmundsson tvisvar til máls. 

Fyrri ræðu Þorsteins má sjá hér.

Seinni ræðuna hans má sjá hér.

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur í Kastljósinu á RÚV í gær, fimmtudaginn 23. janúar.  Hann ræddi um stjórnmálin í upphafi árs. 

Kastljósþáttinn má sjá hér.

 

 


 GREINAR OG PISTLAR:


Grein eftir Þorgrím Sigmundsson, varaþingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 20. janúar, 2020

Ættum við að skammast okkar?


Pistill eftir Ólaf Ísleifsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. janúar, 2020

Varnir í þágu heimilanna


Grein eftir Kristjönu Bergsdóttur æðarbónda, Sigurðarstöðum Melrakkasléttu, sem birtist í 640.is Norðurþing og nágrenni þann 23. janúar, 2020

Er íbúalýðræði ábótavant í stjórnsýslu Norðurþings

 


 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter