Fréttabréf Miðflokksins

 

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 29. MAÍ, 2020 

 

 

 

 

 

 

 

 


GOLFMÓT MIÐFLOKKSINS - 26. júní, 2020 - Takið daginn frá !    

 

 


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS SUÐVESTURKJÖRDÆMIS, 3. júní kl. 20

Aðalfundur Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis verður haldinn miðvikudaginn 3. júní nk. kl. 20.00 Í Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis

 


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS HAFNARFJARÐAR, 4. júní kl. 17

Aðalfundur Miðflokksfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl. 17:00 í félagsaðstöðu félagsins að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

 


AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS AKUREYRAR OG NÁGRENNIS, 11. júní kl. 20

Aðalfundur Miðflokksfélags Akureyrar og nágrennis verður haldinn þann 11. júní kl. 20:00 í Sal Lions að Skipagötu 14 á 4. hæð.

 


Margrét Þórarinsdóttir er bókunardrottning Reykjanesbæjar

Miðflokkurinn var með meira en helming allra bókana sem lagðar voru fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar árið 2019 samkvæmt samantekt forseta bæjarstjórnar sem var lögð fram á fundi bæjarráðs nýverið.  Víkurfréttir greindu frá þessu í nýjasta tölublaði sínu og útnefndu Margréti Þórarinsdóttur bæjarfulltrúa Miðflokksins bókunardrottningu Reykjanesbæjar.  Alls voru 70 bókanir á bæjarstórnarfundum Reykjanesbæjar 2019 og voru meira en helmingur þeirra, eða 43 bókanir, lagðar fram af Miðflokknum. 

 


 

 

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU 

Í vikunni voru þrír þingfundardagar.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma tóku Bergþór Ólason og Þorsteinn Sæmundsson þátt.

Bergþór Ólason spurði umhverfis- og auðlindaráðherra um nýtingu vindorku.

Þorsteinn Sæmundsson spurði fjármála- og efnahagsráðherra um opnun landamæra.

Í störfum þingsins tók Bergþór Ólason þátt og vakti þar athygli á því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ekki enn sett reglugerð um breytingu á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi um mitt síðasta ár.

 

Í vikunni var Birgir Þórarinsson málshefjandi sérstakrar umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum, þar sem utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var til svara.

Karl Gauti Hjaltason tók einnig þátt í umræðunni.

Í flutningsræðu Birgis fór hann yfir varnartengd mál og beindi spurningum til ráðherra.
Seinni ræðu Birgis má sjá hér.

 

Karl Gauti fór yfir atvinnuleysi á Suðurnesjum og nefndi þar að framkvæmdir væru mikilvæg innspýting í atvinnulífið.

 

 


 GREINAR OG PISTLAR

 

Pistill í Morgunblaðinu þann 27. maí eftir Þorstein Sæmundsson, þingmann Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.  

Opnum Ísland - með varúð


Grein í Víkufréttum þann 27. maí eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Hvers vegna varnarframkvæmdir á Suðurnesjum?


Grein í Fréttatímanum þann 27. maí eftir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúa Miðflokksins. 

Og áfram heldur endaleysan

 


 

 Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00