Skráning meðmæla með listum Miðflokksins 2021

Skráning meðmæla með framboðslistum Miðflokksins fyrir Alþingiskosningar 2021

Fyrir hverjar Alþingiskosningar þurfa stjórmálaflokkar að safna meðmælum með öllum framboðslistum sínum og nú er í fyrsta sinn hægt að veita framboðslistum meðmæli með rafrænum skilríkjum.  Nú leitum við til ykkar svo Miðflokkurinn geti klárað þetta hratt og vel og tímanlega fyrir kosningar.

Meðmælendaeyðublað er hægt að prenta út (hér)

Smelltu á þitt kjördæmi til að mæla rafrænt með lista Miðflokksins:

NORÐVESTURKJÖRDÆMI

NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI NORÐUR

REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI SUÐUR

SUÐURKJÖRDÆMI

SUÐVESTURKJÖRDÆMI (KRAGINN)

 

 Að mæla með framboðslista er ekki yfirlýsing um að þú ætlir að kjósa flokkinn, heldur gerir meðmæli þitt okkur kleift að bjóða fram í þínu kjördæmi.

Meðmælendur skulu hafa náð 18 ára aldri og hafa lögheimili í því kjördæmi sem verið er að safna undirskriftum í.

Athugið að einungis er hægt að mæla með einum lista fyrir Alþingiskosningar og einungis í því kjördæmi sem þú átt skráð lögheimili.  Frambjóðendur á lista geta ekki verið meðmælendur hans.

Aðstoð og/eða upplýsingar varðandi söfnun meðmæla eða rafræna skráningu er hægt að fá hjá starfsfólki á skrifstofu Miðflokksins í síma 555-4007 eða á netfanginu midflokkurinn@midflokkurinn.is. 

Við þökkum stuðninginn!  Áfram XM!