Ný Miðflokksdeild stofnuð í Vestmannaeyjum

Ný Miðflokksdeild, sú 15. í röðinni,  var stofnuð fimmtudaginn 9. september, 2021 í Vestmannaeyjum á opnunarhátíð kosningamiðstöðvar í Eyjum að viðstöddu margmenni.

Á myndinni er nýja stjórnin ásamt stjórnarmönnum í kjördæmafélagi suðurkjördæmis.

Frá vinstri; Magnús Haraldsson, stjórn kjördæmafélagsins, Guðni Hjörleifsson, formaður Vestmannaeyjadeildar, Hafþór Halldórsson, stjórnarmaður í Vestmannaeyjadeildinni, Óskar Þórmundsson, formaður kjördæmafélagsins, Didda Hólmgrímsdóttir, stjórn kjördæmafélagsins , Jón Helgi Gíslason, stjórn Vestmannaeyjardeildar og Svana Sigurjónsdóttir, stjórn kjördæmafélagsins.

Við óskum Eyjamönnum og konum innilega til hamingju.