Oddvitakjör í Reykjavík suður

Oddvitakjör í Reykjavíkurkjördæmi suður

 

Tillaga uppstillinganefndar að framboðslista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var ekki samþykkt á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 

Stjórn félagsins hefur í því ljósi tekið ákvörðun um að boða til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um val á oddvita, þar sem félagsmenn geta tekið afstöðu til þeirra frambjóðenda sem sóst hafa eftir að leiða listann í kjördæminu.  Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar er í höndum uppstillinganefndar.

Kosið verður föstudaginn 23. júlí og laugardaginn 24. júlí, 2021.

Kjörfundur mun hefjast klukkan 10:00 föstudaginn 23. júlí, á skrifstofu Miðflokksins að Hamraborg 1 í Kópavogi. (og með rafrænum hætti)

Kjörstaðurinn í Hamraborg 1 verður opinn klukkan 10:00 - 17:00 báða dagana.

Kjörskrá hefur verið lokað.

Atkvæðisrétt  hafa allir félagar í Miðflokksfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður sem stóðu skil á félagsgjaldi til Miðflokksins og voru skráðir í félagið fyrir kl. 10:00 þann 21. júlí.

Reglur laganefndar um ráðgefandi atkvæðagreiðslu um val á oddvita eru aðgengilegar með því að smella hér.

Mikill hugur er í Miðflokknum um að jafna hlut kynjanna og aldursdreifingu á framboðslistum.  Mikið framboð hefur verið af hæfum konum og körlum og er það fagnaðarefni.

Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur suður fagnar því hve mikill hugur er í félagsmönnum kjördæmisins að taka virkan þátt og vera með í starfinu.


Virðingarfyllst,
Anna Björg Hjartardóttir,
Formaður Miðflokksins í Reykjavík suður