Um­hverfis­vernd í smáu sem stóru

Fátt tengir mann meira við um­hverfið en að fá að sigla út í morgun­sárinu og dýfa færi í sjó. Við trillu­karlar vitum að við eigum allt undir hrein­leika sjávarins og góðri um­gengni við hann. Fegurðin liggur í hinu smáa og nota­gildið í hrein­leikanum. Slíkar veiðar smá­báta skjóta stoðum undir fjöl­breytt at­vinnu­líf sjávar­byggða á lands­byggðinni. Mjór er mikils vísir og hver smá­bátur leiðir af sér mörg störf í heima­byggð. Þetta eru störf við véla­við­gerðir, þjónusta við bátana, fisk­markaðir, fisk­flutningar og margt fleira. Allir tengjast í eina keðju sem á allt undir hrein­leika og vernd náttúrunnar. Vissu­lega getur verið vanda­samt að tryggja þetta band hrein­leikans, eins og ég vil kalla það, en það er hægt og við erum stöðugt að bæta okkur.

Ég sem þing­maður Mið­flokksins er oft spurður um stefnu flokksins í um­hverfis­málum. Þá getur verið freistandi að vitna til reynslu minnar af sjó­mennsku en segja má að stefna flokksins hverfist um skyn­sama og ráð­deildar­sama nýtingu í sátt við um­hverfið.

Um­hverfis­mál eru mikil­vægur mála­flokkur en sumir stjórn­mála­flokkar nota þau fyrst og fremst til þess að koma öðrum á­huga­málum sínum í fram­kvæmd, svo sem meiri skatt­lagningu og auknu stjórn­lyndi.

Við Mið­flokks­menn viljum hins vegar leggja á­herslu á já­kvæða hvata fremur en nei­kvæða til að ná fram mark­miðum um­hverfis­verndar.

Að tryggja vernd og við­gang náttúru landsins og alls um­hverfis jarðarinnar er okkar stóra verk­efni. En miklu máli skiptir hvernig við nálgumst það þannig að tryggt sé að árangur náist á sem skil­virkastan og besta máta. Við Mið­flokks­menn bendum á að skyn­semis­stefnan býður að hlusta á hug­myndir að lausnum frá öllum hliðum og velja þá bestu, eða blanda þeim saman til að ná enn betri árangri. Nú sem endra­nær bíða fjöl­mörg flókin úr­lausnar­efni sem krefjast skyn­sam­legra lausna og stjórn­mála­manna sem eru til­búnir að berjast fyrir þeim.

Heildar­á­hrif skipta mestu

Í um­hverfis­málum er nauð­syn­legt að líta til heildar­á­hrifa á heims­vísu fremur en að skoða að­eins á­hrif stefnu og að­gerða innan landa­mæra Ís­lands. Þannig getur Ís­land á­fram verið leiðandi á sviði endur­nýjan­legrar hreinnar orku. Þess vegna styðjum við upp­byggingu orku­freks iðnaðar sem lýtur ströngustu skil­yrðum.

Við Mið­flokks­menn leggjum á­herslu á stefnu til fram­tíðar sem byggir á raun­sæjum skrefum, m.a. varðandi upp­byggingu inn­viða, orku­verð og að­gang að um­hverfis­vænum orku­gjöfum. Þá er stuðningur við vísindi og rann­sóknir á sviði um­hverfis­vænnar tækni væn­legasta leiðin til að ná raun­veru­legum árangri í lofts­lags­málum og öðrum um­hverfis­málum.

Mikil­vægt er að auka endur­vinnslu á Ís­landi í stað þess að flytja út pappír, ál, plast og annað sorp til brennslu eða annarrar úr­vinnslu er­lendis. Mikil­vægast af öllu er þó að hefja mikið átak í land­græðslu og skóg­rækt á Ís­landi og setja í mála­flokkinn það fjár­magn sem til þarf. Um leið þarf þessi mála­flokkur að fara undir land­búnaðar­ráðu­neytið svo skyn­sam­leg fram­kvæmd sé tryggð.

 

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Greinin birtist í Fréttablaðinu þann 6. ágúst, 2021