Konur bíða með lífið að veði - Þessu verður að linna

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók þátt í störfum þingsins í vikunni og ræddi um bága stöðu heilbrigðiskerfisins og þá sérstaklega þá stöðu sem upp er komin hjá konum sem bíða eftir niðurstöðum úr krabbameinsrannsóknum í leghálsi og brjóstum án viðunandi lausnar.

Ræðu Þorsteins má lesa hér:

"Herra forseti. Heilbrigðiskerfið á Íslandi er smátt og smátt að molna niður af mannavöldum. Nú sem aldrei fyrr er pólitísk rétttrú orðin þannig að hún er farin að ógna lífi. Það var þannig og er búið að vera, eins og við vitum, í nokkur ár að biðlistar hafa lengst eftir algengum aðgerðum en núna síðustu vikur hefur steininn tekið úr. Við heyrum af því að búið sé að færa til læknisrannsóknir, sérstaklega í þágu kvenna og sérstaklega í þágu þeirra kvenna sem bíða eftir því að komast að því hvort þær séu með krabbamein, t.d. í brjóstum eða í leghálsi. Það er búið að breyta tilhögun á þessum málum án þess að viðunandi lausn virðist hafa fundist annars staðar.

Herra forseti. Þetta er óþolandi og eins og ég segi eru þó nokkrar konur sem bíða núna með lífið að veði. Þær bíða eftir því að leghálsstrokur verði teknar upp úr pappakössum og sendar til Danmerkur í rannsóknir. Þær bíða eftir því að niðurstöður úr brjóstamyndatökum verði gaumgæfðar.

Herra forseti. Þetta er algjörlega ólíðandi. Þessu verður að linna."

Upptöku af ræðu Þorsteins í þingsal má sjá hér