Nýting vindorku

Bergþór Ólason tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.

Hann spurði umhverfis- og auðlindaráðherra um nýtingu vindorku. 

Ég vil við þetta tækifæri spyrja hæstv. ráðherra þriggja spurninga, þó að svarið við fyrstu spurningunni liggi svo sem dálítið í orðanna hljóðan hvað það varðar að umhverfisráðuneytið hafi lýst þeirri afstöðu sinni að málefni vindorku falli undir rammaáætlun. Í fyrsta lagi: Hver er afstaða hæstv. ráðherra til þess hvort nýting vindorku eigi heima undir lögum um rammaáætlun? Í öðru lagi: Telur ráðherra að lög um umhverfismat og skipulagsvald sveitarfélaga nái nægilega utan um þessi verkefni? Og í þriðja lagi: Ef ráðherra telur regluverkinu ábótavant, má eiga von á útspili ráðherra hvað breytingar varðar og í hverju munu þær breytingar helst felast?"

Bergþór óskaði eftir því að heyra afstöðu ráðherra til vindmyllugarða, og spurði jafnframt hvort að honum hugnaðist þetta sem framtíðarorkunýtingu. 

Fyrirspurnina má sjá hér.