Saltkjöt og baunir - túkall!

Saltkjöt og baunir - túkall!

Sprengidagurinn er í dag og af því tilefni viljum við deila með ykkur gómsætri uppskrift af saltkjöti og baunum sem Matarhorninu barst frá þingmanninum okkar Þorsteini Sæmundssyni.

Uppskrift:

1,5 - 2 kg Saltkjöt

150 gr. Beikon

500 gr. Rófur

250 gr. Gulrætur

1 stór laukur

2 pokar gular baunir

Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt.  Skolið baunirnar vel. Sjóðið við vægan hita í tvo og hálfan tíma.  Tvöfalt meira af vatni en baunum.  Horfið til með baununum og fleytið froðu ofan af. Hrærið í öðru hvoru og passið vel að baunirnar brenni ekki við.  Sjóðið saltkjötið í sér potti  (stundum sker ég kjötið af beinum en sýð beinin með) í tvo til þrjá tíma. Skerið grænmeti frekar smátt og bacon í litla bita. Þegar baunirnar hafa linast mauka ég þær með töfrasprota.  Set bacon og grænmeti útí baunirnar.  Set soð af saltkjötinu út í súpuna og smakka til þar til súpan er hæfilega sölt.  Ber saltkjötið fram á sér diski.

Verði ykkur að góðu og njótið vel!