Ágústa Ágústsdóttir er gestur Miðvarpsins

Gestur Sigurðar Más í dag er Ágústa Ágústsdóttir sem skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.

3. þáttur:  Ágústa Ágústsdóttir

Ágústa hefur meðal annars vakið athygli fyrir málflutning sinn gegn hálendisfrumvarpi umhverfisráðherra sem hún telur freklegt inngrip í lýðræðisvald sveitarfélaganna auk þess sem markmiðssetning frumvarpsins sé í skötulíki.  Óhætt er að segja að Ágústa gjörþekki málið og fer hún rækilega yfir það í þessum nýjasta þætti Miðvarpsins.

Ágústa býr í Kelduhverfi og stundar ferðaþjónustu samhliða búrekstri. Hún er fædd og uppalin í höfuðborginni en hefur valið að búa fjarri borginni og hefur gerst einn skeleggasti talsmaður landsbyggðarinnar í seinni tíð.

Þáttastjórnandi Miðvarpsins er Sigurður Már Jónsson.