Sjónvarpslausir fimmtudagar - páskaþáttur

#24 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 9.4.2023

Páskaþáttur SLF – Metnaðarlaus fjármálaáætlun. Seðlabankinn og sjálfbærnisérfræðingurinn. Lindarhvoll. Samgöngustofa og týnda skýrslan. Fjölmiðlar og frjáls ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Alþjóðaflugið og loftslagsskattar. Bókun 35. Innrætingarfrumvarp forsætisráðherra. Nýtt met í fjölda hælisleitenda. Alþjóðahornið og margt fleira.

Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál málanna.
Helst í fréttum er að ríkisstjórnin virðist ætla að skilja Seðlabankann og atvinnulífið ein eftir í baráttunn við verðbólguna. Fjármálaráðuneytið neyddist í vikunni til að breyta fréttatilkynningu um meint bann við birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu. Á sama tíma er innviðaráðherra gert að birta skýrslu um Samgöngustofu frá 2017, sem ráðherrann hafði sett í tætarann á sínum tíma. Íslandsmetið í komu hælisleitenda til landsins var bætt á fyrstu þremur mánuðum ársins og nú yfirbjóða stjórnvöld einstaklinga og fjölskyldur hvað leigu á húsnæði varðar á sama tíma og innviðaráðherra ætlar að innleiða undanþágur sem gera stjórnvöldum mögulegt að hola hælisleitendum niður í atvinnuhúsnæði enda eru þau búin að taka allt það húsnæðis sem er ínáanlegt.
Þetta og margt fleira í stútfullum páskaþætti. Njótið.

Hlustaðu á þáttinn hér

þátturinn á spotify