09.05.2020
Fjóla og Golíat fara suður með sjó og fara yfir stöðuna á Suðurnesjum. Gestir þáttarins eru Birgir Þórarinsson, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.
06.05.2020
Fjóla og Golíat taka á móti þingmönnunum Gunnari Braga Sveinssyni og Sigurði Páli Jónssyni.
Þingstörfin eru komin á fullan skrið og umdeild mál ríkisstjórnarinnar flæða inn. Það er því margt að ræða.
02.05.2020
Í þessum þætti taka Fjóla & Golíat á móti þingmönnum Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, þeim Ólafi Ísleifssyni og Þorsteini Sæmundssyni.
Þeir fara hér yfir málin í þinginu og svara aðsendum spurningum.
29.04.2020
Í þessum þætti ræða Fjóla & Golíat við Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins og Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmann og formann Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna.
Rætt var um neyðaraðgerðir Miðflokksins, stöðuna í ferðaþjónustunni og margt fleira.
25.04.2020
Í þessum þætti ræða Fjóla & Golíat við Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins og Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa okkar í Reykjavík.
22.04.2020
Fjóla og Golíat fengu þá Sigmund Davíð og Bergþór aftur í heimsókn til að svara öllum þeim fjölmörgu spurningum sem þeim bárust úr síðasta þætti.
18.04.2020
Fjóla & Golíat er hlaðvarpsþáttaröð á Miðvarpinu þar sem Fjóla fær til sín góða gesti til að ræða málefni líðandi stundar.
Gestir þessa fyrsta þáttar eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Bergþór Ólason, þingmaður.
Stjórnandi þáttanna er Fjóla Hrund Björnsdóttir.
Ekki missa af þessum áhugaverða fyrsta þætti Miðvarpsins.