Miðflokkurinn gagnrýnir harðlega breyttu fyrirkomulagi á skimunum fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum

Miðflokkurinn gagnrýnir harðlega nýtt fyrirkomulag stjórnvalda varðandi skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum sem tók gildi 1. janúar 2021. 
 
Voru skimanir færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu og Landspítala og skimunaraldri fyrir brjóstakrabbameini breytt úr 40-69 árum í 50-74 ár.  Konum verður þannig ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtíu ára aldur í stað fjörtíu eins og verið hefur undanfarin ár hjá Krabbameinsfélaginu. 
 
Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu má oft greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi með röntgenmyndatöku af brjóstum áður en einkenni koma fram.  Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 brjóstakrabbamein hjá konum á aldrinum 40-49 ára og er reiknað með að um þriðjungur þeirra meina hafi greinst í skimun.  Skimanir bjarga mannslífum.
 
 
 
 
 
 
 
Uppfært 15. janúar:  Í kjölfar mikillar gagnrýni hefur heilbrigðisráðherra frestað breytingu á skimunaraldri.
 
Laugardaginn, 16. janúar heldur Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis opinn fund um málefnið á Zoom.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Allir velkomnir!