Fréttabréf Miðflokksins 13. desember, 2019

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 

13. desember, 2019

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS - Hafnarstræti 20, 2. hæð, 101 Reykjavík  Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR:  Mánudagar  13 - 17.  Þriðjudagar - föstudagar  9 - 17

 

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

JÓLAGLEÐI MIÐFLOKKSDEILDAR AKUREYRAR OG NÁGRENNIS, laugardaginn 14. desember kl. 11

Á morgun, laugardaginn 14. desember kl. 11:00 - 13:00 verður jólagleði Miðflokksdeildar Akureyrar og nágrennis haldin í sal Lions, skipagötu 14, 4. hæð.

Á boðstólnum verður ljúffengt hádegisverðarhlaðborð með hangikjöti og meðlæti.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður kjördæmisins, verður á staðnum og ræðir við gesti.

Allir velkomnir!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

STOFNFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR Í SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI, laugardaginn 14. desember, kl. 17

Stofnfundur Miðflokksdeildar í sameinuðu sveitarfélagi; Borgarfjarðarhreppur - Djúpavogshreppur - Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 14. desember kl. 17:00 í sal Ökuskóla Austurlands, Miðási 1 á Egilsstöðum.

Dagskrá fundarins:

1.  Sveitarstjórnarmál

2. Kosning stjórnar

3. Önnur mál

Skráðir flokksfélagar og stuðningsfólk Miðflokksins í viðkomandi sveitarfélögum er hvatt til að mæta á fundinn.

Sérstakir gestir fundarins verða þingmenn Miðflokksins.

 

AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR ÞINGEYINGA, þriðjudaginn 17. desember, kl. 20

Aðalfundur Miðflokksdeildar Þingeyinga verður haldinn þriðjudaginn, 17. desember kl. 20:00 í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnir!

 

FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi hefur gefið út glæsilegt jólablað sem verður dreift í 7000 eintökum um Suðurkjördæmi og eiga þau hrós skilið fyrir þetta skemmtilega og metnaðarfulla verkefni.  

Smellið hér til að skoða jólablaðið.

 

Aðalfundur Miðflokksdeildar Rangárþings var haldinn á Lavasetrinu á Hvolsvelli í vikunni.

Stjórn Miðflokksdeildar Rangárþings skipa:

Margrét Jónsdóttir, formaður

Egill Sigurðsson

Heiðbrá Ólafsdóttir

Magnús Haraldsson

Elvar Eyvindsson

Varamenn eru Rebekka Katrínardóttir og Ómar Helgason

Hér má sjá stjórn deildarinnar ásamt Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni kjördæmisins og nokkrum gestum fundarins.

 

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU

Í vikunni var mikið að gera á Alþingi þar sem það styttist í þinglok og mörg mál hafa verið á dagskrá þingfundar í vikunni.

Þorgrímur Sigmundsson kom inn sem varaþingmaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á mánudaginn.

 

Þingfundir vikunnar byrjuðu á störfum þingsins og óundirbúnum fyrirspurnartímum.

Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku þátt í störfum þingsins.

Þorgrímur ræddi um markmið Landsvirkjunar um að verða kolefnishlutlaust árið 2015.

Hann ræddi einnig um vegaframkvæmdir í Norðurþingi.

Þorsteinn Sæmundsson ræddi um stöðuna á Landspítalanum.

 

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í vikunni tóku Þorgrímur Sigmundsson, Sigurður Páll Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson þátt.

Þorgrímur Sigmundsson spurði mennta- og menningarmálaráðherra um skipun í stjórn Ríkisútvarpsins

Gunnar Bragi Sveinsson spurði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um raforkuöryggi.

Sigurður Páll Jónsson spurði dómsmálaráðherra um stefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum.

 

Í dag heldur þingfundur áfram og verða þinglok eftir helgi.

 

GREINAR OG PISTLAR

 Grein eftir Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Miðflokksdeildar Þingeyjarsýslu, sem birtist í fréttaveitu Norðurþings, 640.is, þann 11. desember, 2019

Að búa í jaðarbyggð

 

 Grein eftir Gunnar Felix Rúnarsson, varabæjarfulltrúa Miðflokksins í Reykjanesbæ, sem birtist í Víkurfréttum þann 12. desember, 2019

Launahækkun til sviðsstjóra Reykjanesbæjar

 

Grein eftir Margréti Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Reykjanesbæ, sem birtist í Víkurfréttum þann 12. desember, 2019

Reykjanesbær - Launahækkun til sviðsstjóra

 

Pistill eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 13. desember, 2019

Löggæslu þarf að stórefla

 

   Miðflokkurinn óskar félagsmönnum gleðilegrar aðventu  

  MIÐFLOKKURINN

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter