FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS

 

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 28. ágúst, 2020 

  

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar:
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00

  

 

 

FRAMBOÐSLISTI MIÐFLOKKSINS Í SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI Á AUSTURLANDI

Þröstur Jónsson leiðir lista Miðflokksins í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitafélagi Fljótdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystri þann 19. september n.k.

Listinn er skipaður fólki með fjölþætta reynslu úr atvinnulífi, af sveitarstjórnarmálum, nýsköpun, frumkvöðlastarfssemi, verkefnastjórnun og íþrótta og tómstundamálum. 

Framboðslisti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er eftirfarandi: 

1. sæti:    Þröstur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, Egilsstöðum
2. sæti:   Örn Bergmann Jónsson, athafnamaður, Seyðisfirði
3. sæti:   Helgi Týr Tumason, framleiðslustarfssmaður, Djúpavogi
4. sæti:   Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, fulltrúi, Egilsstöðum
5. sæti:   Hannes Karl Hilmarsson, afgreiðslustjóri, Fellabæ
6. sæti:   Björn Ármann Ólafsson, Skógarbóndi, Egilsstöðum
7. sæti:   Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri, Fellabæ
8. sæti:   Snorri Jónsson, verkstjóri, Seyðisfirði
9. sæti:   Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, tæknistjóri, Egilsstöðum
10. sæti:  Gestur Bergmann Gestson, landbúnaðarverkamaður, Hróarstungu
11. sæti:   Benedikt Vilhjálmsson Warén, rafeindavirkjameistari, Egilsstöðum
12. sæti:   Þórstína Harpa Kristjánsdóttir, matartæknir, Egilsstöðum
13. sæti:   Stefán Scheving Einarsson, verkamaður, Egilsstöðum
14. sæti:  Viðar Gunnlaugur Hauksson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum
15. sæti:   Grétar Heimir Helgason, rafvirki, Egilsstöðum
16. sæti:   Sveinn Vilberg Stefánsson, bóndi, Skriðdal
17. sæti:   Broddi Bjarni Bjarnason, pípulagningameistari, Egilsstöðum
18. sæti:   Margrét Björk Björgvinsdóttir, sérkennari, Fellabæ
19. sæti:   Ingjaldur Ragnarsson, flugvallarstarfsmaður, Egilsstöðum
20. sæti:   Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir, sjúkraliði, Egilsstöðum
21.  sæti:   Benedikt Lárus Ólason, flugstjóri, Egilsstöðum
22. sæti:   Jónas Guðmundsson, bóndi, Egilsstöðum

 


SKEMMTILEG SUMARSERÍA MIÐVARPSINS

Miðvarpið er hlaðvarp Miðflokksins sem er aðgengilegt á Spotify og Podbean.  Það eru þau Fjóla og Golíat sem stjórna þáttunum af sinni alkunnu snilld.  Sumarserían fór af stað í júní þar sem þau Fjóla og Golíat tóku létt spjall við bæjarfulltrúa okkar um daginn og veginn og kom nýr þáttur út í hverri viku í sumar.  

Einnig er að finna á Miðvarpinu alla þætti vetursins þar sem þingmenn okkar mættu í settið til Fjólu og Golíats og svöruðu spurningum hlustenda.

En hér eru þættir sumarsins í tímaröð eftir útgáfudegi:


Siggi stormur spáir ágætis sumri

Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi okkar í Hafnarfirði í léttu spjalli við Fjólu og Golíat.


Hlynur Jóhannsson bæjarfulltrúi Miðflokksins á Akureyri í léttu spjalli

Fjóla og Golíat ræddu við Hlyn um pólitíkina, handboltann og fleira.


Vigdís Hauksdóttir á léttu nótunum - boðar grænni borg 

Fjóla og Vigdís í léttu og skemmtilegu spjalli.  Farið er um víðan völl, allt frá því þegar Vigdís hóf afskipti af stjórnmálum yfir í borgarmál dagsins í dag. 


Hannes Karl Hilmarsson - Lengi haft áhuga á pólitík

Stórskemmtilegur þáttur þar sem Fjóla og Golíat taka á móti Hannesi, bæjarfulltrúa Miðflokksins á Fljótsdalshéraði. Rætt er um pólitíkina, sameiningu sveitarfélaga og ýmislegt fleira.

 


Mikil gróska hjá Sveini Óskari og Miðflokknum í Mosfellsbæ

Að þessu sinni taka Fjóla og Golíat á móti Sveini Óskari Sigurðssyni bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ. Skemmtilegt viðtal og greinilega margt skemmtilegt hægt að gera í Mosfellsbæ.


Mikil uppbygging í Árborg - Tómas Ellert á léttum nótum

Fjóla og Golíat taka þessa vikuna á móti Tómasi Ellert, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Árborg.  Tómas Ellert er í meirihlutasamstarfi þar sem verkin eru látin tala. 

Skemmtilegt spjall við Tómas um fjölskylduna, pólitíkina og allt þar á milli.


Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur þurft að takast á við erfiðar aðstæður undanfarið en Margrét Þórarinsdóttir lætur til sín taka til að gera samfélagið betra við misjafnar undirtektir. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er Margrét hress að vanda í skemmtilegu spjalli við Fjólu og Golíat. 


Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins fer yfir málin

Fjóla og Golíat taka á móti Baldri Borgþórssyni varaborgarfulltrúa Miðflokksins, sem hefur í nógu að snúast þegar kemur að því að styrkja höfuðborgina. 


Rúnar Gunnarsson Bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð ræðir málin

Að þessu sinni taka Fjóla og Golíat á móti Rúnari bæjarfulltrúa Miðflokksins í Fjarðabyggð. Þátturinn er á léttum nótum þar sem sumarið og pólitíkin eru rædd. 

 


Hallfríður (Didda), bæjarfulltrúi okkar í Grindavík

Fjóla og Golíat enda sumarseríu Miðvarpsins á að taka á móti Diddu í spjall. Skemmtilegur þáttur þar sem er komið víða við. 

 

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU


Þingstubbur hófst á Alþingi í gær, fimmtudaginn 27. ágúst, en þing mun standa yfir fram á næstu viku og munu nefndir funda inn á milli þingfunda.

Á þingfundi í gær flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Sigmundur Davíð GunnlaugssonAnna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson tóku til máls fyrir hönd þingflokksins.

Ræðu Sigmunds má horfa á hér

Ræðu Önnu Kolbrúnar má horfa á hér

Ræðu Gunnars Braga má horfa á hér

Breyting á þingsályktun um fjármálastefnu 2018-2022 var einnig á dagskrá þingfundar í gær.

Birgir Þórarinsson tók þar til máls. 

Þingfundur í dag byrjaði á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Sigmundur Davíð spurði forsætisráðherra hvort að ríkisstjórnin hafi sett sér markmið í baráttunni við Covid-19, þá með hvaða hætti tekið verður á þessu ástandi.

Smellið hér til að sjá ræðu Sigmunds.

Þingfundur heldur svo áfram í dag þar sem fjármála- og efnahagsráðherra mælir fyrir fjáraukalögum 2020 og ríkisábyrgðir og félags- og barnamálaráðherra mælir fyrir breytingum á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.

  


GREINAR OG PISTLAR 


Dagur er ekki dagfarsprúður

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.  Greinin birtist á Vísi þann 19. ágúst, 2020

 


Aðförin að flugvellinum heldur áfram

Grein eftir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.  Greinin birtist í Grafarvogs-, Árbæjar- og Grafarholtsblaðinu þann 19. ágúst, 2020


Öruggur kostur

Pistill eftir Ólaf Ísleifsson, Þingmann Miðflokksins sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. ágúst, 2020

 


Opið bréf til mannauðsstjóra

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins

Vísir þann 24. ágúst, 2020


Er munur á hné og öxl?

Pistill eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem birtist í Morgunblaðinu þann 27. ágúst, 2020


 

  Miðflokkurinn

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is