Fréttabréf Miðflokksins

 

Fréttabréf Miðflokksins 23. október, 2020

 

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími: 555-4007  Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is

  

 

VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR


AUKALANDSÞING MIÐFLOKKSINS 2020 - SKRÁNING HEFST Á MÁNUDAGINN

Aukalandsþing Miðflokksins verður haldið laugardaginn 21. nóvember, 2020.  Vegna samkomutakmarkanna verður það haldið rafrænt á fjarfundarkerfinu Zoom með svipuðu sniði og flokksráðsfundurinn fyrr í þessum mánuði.

Skráning á Aukalandsþingið hefst mánudaginn, 26. október og mun skráning fara fram á heimasíðu flokksins undir flipanum Aukalandsþing 2020 sem mun birtast þar á mánudagsmorgun.  Ráðstefnugjaldið er Kr. 1500 á mann sem hægt verður að greiða bæði með kreditkorti og millifærslu.

Nánari upplýsingar verða sendar með tölvupósti í byrjun næstu viku.


RAFRÆNIR BÆJARMÁLAFUNDIR Á AKUREYRI, 2. 16. og 30. nóvember kl. 20

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis hefur skipulagt nokkra rafræna bæjarmálafundi á næstunni á fjarfundakerfinu Zoom.  Hlekkir á fundina munu birtast á facebook síðu Miðflokksins á Akureyri þegar nær dregur hverjum fundi.

Næstu bæjarmálafundir verða haldnir mánudagana 2. nóvember, 16. nóvember og 30. nóvember og byrja fundirnir kl. 20:00.

Allir velkomnir.


FÉLAGSGJÖLD Í HEIMABANKA

Félagsgjöld Miðflokksins birtust í heimabanka hjá flokksmönnum í dag og er árlegt félagsgjald kr. 3.500.

Engin skylda er að greiða þau en þau eru hugsuð sem leið flokksmanna til að styðja við starf flokksins ef þeir vilja.

Hafi einhverjir ekki fengið tilkynningu um kröfuna en vilja styrkja Miðflokkinn, er einnig hægt að leggja beint inn á bankareikning flokksins:

Reikningur: 133-26-013114

Kennitala:  650609-1740

Takk fyrir stuðninginn.


ÁBENDINGAR TIL ÞINGMANNA OG SVEITARSTJÓRNARFULLTRÚA MIÐFLOKKSINS

Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar flokksins óska eindregið eftir því að fá sendar ábendingar frá flokksmönnum um málefni sem þörf er á að skoða betur. 
Hægt er að senda póst á midflokkurinn@midflokkurinn.is og við komum skilaboðunum til viðkomandi fulltrúa.

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU


 Í vikunni voru fjórir þingfundardagar.  Á dagskrá voru störf þingsins, óundirbúnar fyrirspurnir, þingmannamál þar sem tvö mál frá þingflokki Miðflokksins voru á dagskrá og sérstök umræða frá þingflokknum.

Í óundirbúnum fyrirspurnum tóku Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson þátt.

  Þorsteinn Sæmundsson spurði forsætisráðherra um græn skref atvinnuuppbyggingar og hugsanlega stækkun Norðuráls.

 

  Birgir Þórarinsson spurði umhverfis- og auðlindaráðherra um áhrif kolefnisgjalds á eldsneytisnotkun heimilanna.

 

Í störfum þingsins tóku til máls Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson og Karl Gauti Hjaltason.

   Sigurður Páll ræddi um niðurgreiðslu á tannlæknaþjónustu fyrir hinn almenna borgara. 

 Einnig ræddi hann um leyfi til að landa lúðu sem meðafla.

   Þorsteinn Sæmundsson ræddi um fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja. 

Einnig ræddi Þorsteinn um tillögur Miðflokksins um lækkun eða afnám tryggingagjalds.

   Karl Gauti ræddi um alvarlega stöðu vegna útbreiðslu sterkra vímuefna og vakti athygli á starfsemi Frú Ragnheiðar.

 

  Ólafur Ísleifsson mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda og lögum um nauðungasölu (nauðungarsala og eftirstöðvar) eða svokallað lyklafrumvarp. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðandlag lána sinna.  Frumvarpið er eitt af forgangsmálum þingflokks Miðflokksins á þessu þingi.

Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.

Flutningsræðu Ólafs ásamt umræðum í þingsal má finna hér.    

Sjá nánar á heimasíðu Miðflokksins með því að smella hér.

 

  Sigurður Páll Jónsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um greiðara aðgengi að meðferðarúrræðum á sjúkrahúsinu Vogi.   Markmið tillögunnar er að stytta biðlista og auka aðgengi og þjónustu við einstaklinga í fíknivanda.

Þingsályktunartillöguna má lesa í heild sinni hér. 

Flutningsræðu Sigurðar Páls ásamt umræðum í þingsal má finna hér.  

Sjá einnig á heimasíðu Miðflokksins með því að smella hér.

 

  Sigurður Páll Jónsson var málshefjandi í sérstakri umræðu um eftirlit með innflutningi á búvörum þar sem fjármála- og efnahagsráðherra var til svara.

Flutningsræðu Sigurðar Páls má sjá hér og hér.

Karl Gauti Hjaltason tók einnig þátt í umræðunni.

Sjá einnig á heimasíðu Miðflokksins hér.

 

  Bergþór Ólason lagði fram á Alþingi skýrslubeiðni þar sem óskað er eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um verklag Skattsins við framkvæmd og eftirlit samkvæmt tollalögum og tollsamningum á málefnasviði landbúnaðarvara.  

Sjá nánar á heimasíðu Miðflokksins með því að smella hér.

  Einnig var sérstök umræða um loftlagsmál, en Karl Gauti Hjaltason tók þátt í þeirri umræðu og hélt þar tvær ræður.

Ræður Karls Gauta má sjá hér og hér.

Í næstu viku verður hlé á þingfundum meðan fjarfundir Norðurlandaráðs eru haldnir og kjördæmavika stendur yfir.  Næsti þingfundur verður á Alþingi þann 4. nóvember.


GREINAR OG PISTLAR


Ungt fólk trúir á landbúnaðinn - af hverju ekki ráðherra?

Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. október, 2020


Kúnstin við lífið

Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem birtist á Vísi þann 16. október, 2020


Kjalarnes er Reykjavík

Grein eftir Vigdísi Haukdsóttur sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. október, 2020 


Hlustum og lærum

Grein eftir Ólaf Ísleifsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 17. október, 2020


Ranglát skattlagning við sölu sumarhúsa

Grein eftir Ólaf Ísleifsson sem birtist á Vísi þann 18. október, 2020


Margrét hin oddhaga - Minnisvarði um sunnlenska listakonu frá 12. öld

Grein eftir Karl Gauta Hjaltason sem birtist í Fréttablaði Suðurlands þann 21. október, 2020


Um íslensk mannanöfn og stóryrtan prófessor

Grein eftir Birgi Þórarinsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 22. október, 2020.  Greinin mun birtast á heimasíðu flokksins á morgun, laugardag.


Mörkin varin

Grein eftir Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson sem birtist í Bændablaðinu þann 22. október, 2020.  Greinin mun birtast á heimasíðu flokksins á morgun, laugardag.


Hverjir tapa á tollasvindi?

Grein eftir Sigurð Pál Jónsson sem birtist á Vísi þann 22. október, 2020


Fosenda EES var óskert fullveldi

Viðtal við Ólaf Ísleifsson í Morgunblaðinu þann 6. október, 2020

 

 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími: 555-4007  Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum!
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter