Fréttabréf Miðflokksins 27. mars, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS  27. mars, 2020

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Vinsamlegast athugið að hefðbundinn opnunartími skrifstofu flokksins mun raskast næstu 4 vikur.
Flokksmönnum er bent á að hægt er að hafa samband við skrifstofu Miðflokksins í gegnum netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is eða í síma 555-4007

 

 

  

SÍMATÍMAR MEÐ ÞINGMÖNNUM MIÐFLOKKSINS

Þingmenn Miðflokksins munu næstu daga vera með sérstaka símatíma fyrir flokksmenn.  Símatímarnir verða milli kl. 13:00 og 14:00 og hér að neðan má sjá hvaða þingmenn verða til viðtals á hvaða dögum.  

Þeir Miðflokksfélagar sem vilja skrá sig á símafund senda tölvupóst á midflokkurinn@midflokkurinn.is með nafni og símanúmeri og nafni þess þingmanns sem viðkomandi óskar eftir að tala við.  Einnig getur verið gott að tilgreina ef um sérstakt umræðuefni er að ræða, þá geta þingmenn verið búnir að undirbúa sig og afla gagna um málið ef við á.  

Þingmenn hringja svo í þá félagsmenn sem hafa skráð sig, en hvert símtal er að hámarki 10 mínútur til þess að tryggja að sem flestir komist að.

Skrifstofa flokksins heldur utan um skráninguna og er stefnt á að endurtaka símatímana eftir páska.

Þingmennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir og Þorsteinn Sæmundsson voru með símatíma í gær og í dag, en hér að neðan er listi yfir þá símatíma sem boðið er upp á í næstu viku:

Við hvetjum flokksmenn til að nýta sér þetta tækifæri og skrá sig í samtal með því að senda tölvupóst á midflokkurinn@midflokkurinn.is.

 


NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Í fréttabréfinu þann 6. mars s.l. voru birt nöfn þeirra sem kosin voru í nýja stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur, en því miður vantaði nöfn þeirra sem kosin voru í varastjórn í upptalninguna og er beðist velvirðingar á því.

Hér birtist því fullbúinn listi yfir nýkjörna stjórn MFR sem kosin var á aðalfundi félagsins þann 4. mars s.l.

Nýkjörna stjórn og varastjórn MFR skipa:

Ásta Karen Ágústsdóttir

Anna Björg Hjartardóttir

Edith Alvarsdóttir

Jón Hjaltalín Magnússon

Kristján Hall

Sólveig Bjarney Daníelsdóttir Hrafnfjörð

Örn Bergmann Jónsson

Pálmey Gísladóttir

 


MYNDIR ÚR FÉLAGSSTARFINU

Á heimasíðu Miðflokksins er fjöldinn allur af myndum úr flokksstarfinu allt frá stofnun flokksins og fram til dagsins í dag.  Þar sem flest okkar eru meira heima við þessa dagana og sumir hverjir í sóttkví, gæti það verið skemmtileg afþreying að skoða myndirnar og minnast góðra tíma með góðum félögum.  Hér að neðan má sjá skjáskot af myndaalbúmunum okkar, en smellið á linkinn hér að neðan til að fara inn á myndasíðuna.  Eins og þið sjáið er af nógu er að taka :)

 

 

Smellið hér til að fara inn á myndasíðuna á heimasíðu Miðflokksins

 


 PISTILL FRÁ STARFSFÓLKI ÞINGFLOKKS

Við starfsfólk þingflokksins vinnum nú að heiman eins og svo margir landsmenn þessa dagana og er það í okkar tilfelli samkvæmt fyrirmælum frá skrifstofu Alþingis.   

Nóg er af verkefnum og störf okkar halda áfram eins og venjulega þó að vinnuaðstæður séu vissulega breyttar.  Við þríeykið "hittumst" reglulega á fjarfundum á morgnanna í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom til að taka stöðuna og ræða verkefnin sem eru í vinnslu hverju sinni og þá gjarnan með kaffibolla í hönd eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem var tekin á morgunfundi okkar í gær.  Það er ekki laust við að við séum farin að sakna þess að mæta á skrifstofuna okkar í Austurstrætinu :)

Reglulega fáum við pósta frá viðbragðsteymi Alþingis með upplýsingum og fyrirmælum um viðbragðsaðgerðir hverju sinni og almennt um stöðu mála á Alþingi sem breytast dag frá degi vegna faraldursins.

Áhyggjuefni okkar þessa dagana er hins vegar það að þar sem nú er búið að loka öllum rakarastofum, þá verði stutt í það að Jón verði eins og hellisbúi, en hann er orðinn ansi úfinn nú þegar eins og sést glögglega á meðfylgjandi mynd.  Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í þeim efnum á næstunni :)

Bestu kveðjur frá þríeykinu af 5tu hæðinni,

Jón, Íris og Fjóla

 

 

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU

Þinghaldið er með óvenjulegum hætti þessa dagana en forsætisnefnd samþykkti í síðustu viku að taka starfsáætlun Alþingis úr sambandi til 20. apríl n.k.  Fram að þeim tíma eru þingfundir eingöngu boðaðir til að takast á við brýn mál sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum.

Í vikunni voru tveir þingfundir, á mánudaginn og á fimmtudaginn.

Á mánudaginn voru óundirbúnar fyrirspurnir á dagskrá þar sem Gunnar Bragi Sveinsson tók þátt. 

Gunnar Bragi spurði fjármála- og efnahagsráðherra um aðstoð við fyrirtæki. 

 

Á mánudaginn var mælt fyrir fjórum málum tengdum COVID-19 heimsfaraldrinum.

Frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Þingmenn okkar tóku þátt í umræðunni og má sjá umræðuna í heild sinni hér.

 

Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020. 

Birgir Þórarinsson tók þátt í umræðunni og má sjá ræðu hans hér.

 

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (afturköllun ákvörðunar).

 

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna og opinberra aðila).

Karl Gauti Hjaltason tók þátt í umræðunni og má sjá ræðu hans hér.

Í kjölfarið gengu málin til nefnda og eru í umfjöllun þar.

 

Á fimmtudaginn voru tvö mál á dagskrá sem mælt var fyrir.

Tillaga til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak.

Þingmenn okkar tóku þátt í umræðunni og má sjá umræðuna í heild sinni hér.

 

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum (undanþága frá CE-merkingu).

Í kjölfarið gengu málin til nefnda og eru í umfjöllun þar.

 

Þingflokkur Miðflokksins birti tillögur sínar og spurningar vegna stöðu efnahags- og heilbrigðismála í fjölmiðlum í síðustu viku.

 


GREINAR OG PISTLAR

Viðtal við formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, á Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 22. mars, 2020

Smellið hér til að hlusta á viðtalið við Sigmund


Grein eftir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúa Miðflokksins í Reykjavík.  Greinin birtist á Fréttatímanum þann 22. mars, 2020

Almennar aðgerðir versus handvals aðgerðir


Grein eftir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Svf. Árborg.  Greinin birtist á visir.is þann 24. mars, 2020

Viðspyrna fyrir Ísland - karamelluflug ríkisstjórnar


Grein eftir Sigurð Pál Jónsson, þingmann Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Útigangsfólk á viðsjárverðum tímum


Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmann Miðflokksins í Norðausturkjördæmi

Matvælaöryggi og landbúnaður


  

 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter

 

Fréttabréf Miðflokksins 
Ritstjórn og uppsetning:  Íris Kristína Óttarsdóttir
Fréttir af þinginu:  Fjóla Hrund Björnsdóttir
Allar ábendingar um efni féttabréfsins eru vel þegnar og má senda þær á netfangið iriso@althingi.is