Fréttabréf Miðflokksins

 

Fréttabréf Miðflokksins 30. október, 2020

 

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími: 555-4007  Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is

  

 

VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR

AUKALANDSÞING MIÐFLOKKSINS 2020 - SKRÁNING ER HAFIN!

Skráning á Aukalandsþingið er nú hafin og fer fram á heimasíðu flokksins undir flipanum Aukalandsþing 2020 sem er að finna efst í hægra horni heimasíðunnar.  Þinggjaldið er Kr. 1500 og er hægt að greiða bæði með kreditkorti og millifærslu.  Við hvetjum flokksmenn til að skrá sig sem fyrst.

Aukalandsþing Miðflokksins verður haldið laugardaginn 21. nóvember, 2020.  Vegna samkomutakmarkanna verður það haldið rafrænt á fjarfundarkerfinu Zoom með svipuðu sniði og flokksráðsfundurinn fyrr í þessum mánuði.

Einnig er að finna á heimasíðunni undir flipanum Aukalandsþing 2020, kennslumyndband um notkun fjarfundarkerfisins Zoom ásamt öðrum upplýsingum og mun dagskrá aukalandsþingsins einnig birtast þar þegar nær dregur.

 

 

 

 

 

  SAMAN Á ZOOM

Opinn fundur með þingmönnum Suðurkjördæmis fór fram í gær á fjarfundarkerfinu Zoom og þótti fundurinn takast afar vel.  Þingmenn kjördæmisins, þeir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltson héldu framsögu og svöruðu spurningum fundargesta.  Fundurinn var vel sóttur og þökkum við fundargestum kærlega fyrir "komuna".

Á næstu dögum verða haldnir opnir fundir á Zoom með þingmönnum okkar í Norðvestur-, Norðaustur-, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum, sjá nánar hér að neðan.  Linki á alla fundi má finna hér fyrir neðan og einni á heimasíðu flokksins undir flipanum Viðburðir.

 

OPINN FUNDUR MEÐ ÞINGMÖNNUM NORÐVESTURKJÖRDÆMIS, mánudaginn 2. nóvember kl. 20:00

Miðflokksfélag Norðvesturkjördæmis heldur opinn fund mánudaginn, 2. nóvember kl. 20:00 á fjarfundarkerfinu Zoom.

Gestir fundarins verða þingmenn Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson.  Opið verður fyrir spurningar til þingmannana, en einnig er hægt að senda spurningu á netfangið nordvestur@midflokkurinn.is 

Fundarstjóri verður Jóhannes Björn Þorleifsson.

Allir velkomnir.

 

    HÉR ER LINKUR Á FUNDINN MEÐ ÞINGMÖNNUM NORÐVESTUR

 

OPINN FUNDUR MEÐ ÞINGMÖNNUM NORÐAUSTURKJÖRDÆMIS, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:00

Miðflokksfélag Norðausturkjördæmis heldur opinn fund á fjarfundarkerfinu Zoom þriðjudaginn, 3. nóvember kl. 20:00.

Gestir fundarins verða þingmenn kjördæmisins, þau Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Allir velkomnir.

HÉR ER LINKUR Á fundinn með þingmönnum norðaustur  me með 

 

OPINN FUNDUR MEÐ ÞINGMÖNNUM SUÐVESTUR- OG REYKJAVÍKURKJÖRDÆMUM, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20:00

Miðflokksfélög Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmanna halda sameiginlegan opinn fund miðvikudaginn, 4. november kl. 20:00 á Zoom.

Gestir fundarins verða þingmenn kjördæmanna, þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson. 

Fundarstjórar verða Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður og formaður Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis og Ásta Karen Ágústsdóttir, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur.

Allir velkomnir.

Hér er linkur á fundinn með þingmönnum suðvestur- og reykjavík


BÆJARMÁLAFUNDIR Á AKUREYRI, 2. 16. og 30. nóvember kl. 20

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis hefur skipulagt nokkra rafræna bæjarmálafundi á næstunni á fjarfundakerfinu Zoom.  Hlekkir á fundina munu birtast á facebook síðu Miðflokksins á Akureyri þegar nær dregur hverjum fundi.

Næstu bæjarmálafundir verða haldnir mánudagana 2. nóvember, 16. nóvember og 30. nóvember og byrja fundirnir kl. 20:00.

Allir velkomnir.


ÁBENDINGAR TIL ÞINGMANNA OG SVEITARSTJÓRNARFULLTRÚA MIÐFLOKKSINS

Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar flokksins óska eindregið eftir því að fá sendar ábendingar frá flokksmönnum um málefni sem þörf er á að skoða betur. 
Hægt er að senda póst á midflokkurinn@midflokkurinn.is og við komum skilaboðunum til viðkomandi fulltrúa.


FRÉTTIR AF ÞINGINU

Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla þann 29. október, 2020:

Tilkynning frá Miðflokknum

Miðflokkurinn hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980, með síðari breytingum.

Frumvarpið gengur út á að veita Vinnumálastofnun heimild til að leggja stjórnvaldssekt á atvinnurekanda sem vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greiðir launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði.  Einnig er lagt til að atvinnurekendum verði gert skylt að veita stéttarfélögum og trúnaðarmönnum aðgang að gögnum er upplýsa um kjör launamanna.

Lögum sem þessum hafa bæði atvinnurekendur og fulltrúar launamanna kallað eftir.  Hér er brugðist við því kalli.

Fyrsti flutningsmaður er Birgir Þórarinsson, sími: 898-6760 / birgirth@althingi.is

FRUMVARPIÐ MÁ LESA HÉR

 

Í vikunni sem nú er að líða var kjördæmavika á Alþingi og því gert hlé á þingfundum.  Þingmenn Miðflokksins nýttu tímann vel og funduðu rafrænt með hinum ýmsu fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum um allt land. 

Næsti þingfundur verður á Alþingi þann 4. nóvember.


GREINAR OG PISTLAR


Hin fína bláa lína

Grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, sem birtist fyrst á Vísi þann 23. október, 2020


Lyklafrumvarp: Vörn fyrir heimilin 

Grein eftir Ólaf Ísleifsson, þingmann Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem birtist fyrst á Vísi þann 25. október, 2020


Biðin eftir innlögn á Vog er allt of löng!

Grein eftir Sigurð Pál Jónsson, þingmann Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 26. október, 2020


Endurskoða þarf samning Reykjanesbæjar við Útlendingastofnun

Grein eftir Margréti Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Reykjanesbæ, sem birtist í Víkurfréttum þann 28. október, 2020


Kerfisþolinn

Grein eftir Jón Pétursson, aðstoðarmann formanns Miðflokksins, sem birtist fyrst á Vísi þann 28. október, 2020


  

 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími: 555-4007  Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum!
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter