Fréttabréf Miðflokksins

  

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar:
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00

 

 

VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR

LANDSÞINGI MIÐFLOKKSINS FRESTAÐ VEGNA ÓVISSU UM SAMKOMUBANN

Kæru félagar í Miðflokknum.

Í ljósi þess að bann við því að fleiri en 100 manns komi saman hefur verið framlengt og veruleg óvissa ríkir um hvort sú staða breytist á næstu vikum hefur stjórn flokksins í samráði við formenn kjördæmafélaganna endurskoðað  fundahöld næstu vikna og mánaða.

Ýmsum viðburðum sem til stóð að halda nú í haust hefur verið frestað að undanförnu, þar með talið fundum annarra flokka.

Landsþing Miðflokksins er einn mikilvægasti þátturinn í starfi flokksins. Þar komum við saman til að leita lausna á hverjum vanda samfélagsins og leiða til að nýta tækifærin. Skemmtilegast er þó að landsþing veitir okkur tækifæri til að kynnast betur og gleðjast saman. Við vildum því í lengstu lög forðast að fresta landsþingi okkar aftur. Eftir samskipti við sóttvarnaryfirvöld teljum við það þó óhjákvæmilegt.

Í ljósi þess hversu brýnt er orðið að flokksmenn ræði málin og taki ákvarðanir um áríðandi mál er þó mikilvægt að leita annarra leiða til að funda. Það verður því haldinn flokksráðsfundur hinn 26. september næst komandi með hjálp samskiptatækni. Þar mun stjórn flokksins leggja fram tillögu um að boðað verði til aukalandsþings sem haldið verði í nóvember  og að það verði haldið með fjarfundarbúnaði.

Stjórnmálaflokkar víða um lönd hafa haldið fundi með slíkum hætti að undanförnu. Við teljum þó rétt að stefna áfram að því að við fyrsta tækifæri verði haldið landsþing þar sem við getum hist í eigin persónu. Reynist það ekki kleift mun aukaþingið veita okkur reynslu sem nýtist á landsþinginu.

Í samráði við flokksfélögin munum við gera ráðstafanir til að tryggja að allir áhugasamir flokksmenn geti fylgst með flokksráðsfundinum og fulltrúar tekið virkan þátt.

Upplýst verður nánar um tilhögun flokksráðsfundarþegar nær dregur.

Bestu kveðjur,

Stjórn Miðflokksins

 


FLOKKSRÁÐFUNDUR 26. september kl. 13:00

Flokksráðfundur Miðflokksins verður haldinn þann 26. september kl. 13:00 með hjálp samskiptatækni.

Í samráði við flokksfélögin munu verða gerðar ráðstafanir til að tryggja að allir áhugasamir flokksmenn geti fylgst með flokksráðsfundinum og fulltrúar tekið virkan þátt.

Nánari upplýsingar um tilhögun fundarins verða sendar út fljótlega.

 


KOSNINGAR Í NÝJU SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI BORGARFJARÐAR EYSTRI, DJÚPAVOGS, FLJÓTSDALSHÉRAÐS OG SEYÐISFJARÐAR, laugardaginn 19. september, 2020

Kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu fara fram laugardaginn 19. september n.k. 

Framboðslista Miðflokksins og stefnuskrá má nú finna á heimasíðunni okkar - smellið hér til að skoða.

Við viljum hvetja ykkur kæru flokksmenn, ef þið þekkið fólk sem býr á svæðunum sem munu ganga til kosninga á Austurlandi, að setja ykkur í samband við þá einstaklinga og minna á flokkinn okkar, ræða stefnuskránna o.þ.h.  

Smellið hér til að lesa stefnuskrá Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU 

Í vikunni voru nefndardagar á mánudag og þriðjudag.  Þingfundardagar voru á miðvikudag, fimmtudag og í dag, föstudag.

Þingfundur byrjaði á miðvikudaginn á störfum þingsins þar sem Sigurður Páll Jónsson tók þátt, hann fjallaði þar um nauðsyn þess að efla innlenda matvælaframleiðslu í ljósi stöðunnar í heiminum, hann kallaði einnig eftir markmiðum og stefnu ríkisstjórnarinnar.

Ræðu Sigurðar Páls má sjá hér.

 

Á fimmtudag og föstudag voru óundirbúnar fyrirspurnir. Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tóku þátt.

Birgir spurði forsætisráðherra um skimun á landamærum.

Sigmundur spurði fjármála- og efnahagsráðherra um framkvæmd samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

 

Í vikunni var til umræðu og samþykkt breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar).

Anna Kolbrún Árnadóttir var með breytingartillögu og nefndarálit.

Hér má sjá breytingartillöguna.

Hér má sjá nefndarálitið.

Anna Kolbrún mælti fyrir breytingartillögu sinni.

 

Í vikunni var til umræðu og samþykkt breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018-2022.  Birgir Þórarinsson var með sérnefndarálit í þessu máli.

Hér má sjá nefndarálitið.

Birgir mælti fyrir nefndaráliti sínu.

 

Önnur þingmál sem voru samþykkt á þingstubbnum voru:

 


GREINAR OG PISTLAR

Braskari allra landsmanna

Grein eftir Þorstein Sæmundsson sem birtist á Vísi þann 28. ágúst, 2020


Breytt heimsmynd

Grein eftir Sigurð Pál Jónsson sem birtist á Vísi þann 29. ágúst, 2020

 


Ríkisstjórnin sýnir algert stefnuleysi á tímum faraldurs

Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. ágúst, 2020


Ríkisábyrgð á Icelandair

Grein eftir Birgi Þórarinsson sem birtist í Eyjafréttum þann 2. september, 2020


 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is