Fréttabréf Miðflokksins 6. desember, 2019

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS

6. desember, 2019

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS - Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík  Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR:  Mánudagar  13 - 17.  Þriðjudagar - föstudagar  9 - 17

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

VÖFFLUKAFFI HJÁ MIÐFLOKKSDEILD HAFNARFJARÐAR, laugardaginn 7. desember kl. 10

Á morgun, laugardaginn 7. desember kl. 10:00 - 12:00 verður Miðflokksdeild Hafnarfjarðar með vöfflukaffi í húsnæði sínu að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Stjórnmálaumræður, rjúkandi vöfflur og nýlagað kaffi.

Allir velkomnir.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR RANGÁRÞINGS, þriðjudaginn 10. desember kl. 11:30

Aðalfundur Miðflokksdeildar Rangárþings verður haldinn í Lavasetrinu á Hvolsvelli, Ösku kaffihúsi, þriðjudaginn 10. desember kl. 11:30 - 13:30.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Boðið verður upp á kaffi og smákökur eftir fundinn.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

 JÓLAGLEÐI MIÐFLOKKSDEILDAR AKUREYRAR OG NÁGRENNIS, laugardaginn 14. desember kl. 11

Jólagleði Miðflokksdeildar Akureyrar og nágrennis verður haldin laugardaginn 14. desember kl 11:00 til 13:00 í sal Lions, skipagötu 14, 4. hæð á Akureyri.

Hádegisverðarhlaðborð verður á staðnum, hangikjöt og meðlæti.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður kjördæmisins, mætir á fundinn.

Allir velkomnir!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

RÆÐUNÁMSKEIÐ MIÐFLOKKSINS - ÖRFÁ SÆTI LAUS, mánudaginn 6. janúar kl. 19:30

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á nýtt ræðunámskeið Miðflokksins sem hefst þann 6. janúar n.k. kl. 19:30.  

Enn eru örfá sæti laus.  Vinsamlegast sendið póst sem fyrst á netfangið skrifstofa@midflokkurinn.is til að skrá ykkur.

Leiðbeinandi er sem fyrr Kristján Hall.

Námskeiðið er í fimm skipti, einu sinni í viku.

 

VALFRJÁLS FÉLAGSGJÖLD SEND Í HEIMABANKA

Félagsgjöld Miðflokksins hafa nú birst í heimabanka hjá flokksmönnum og er þetta í fyrsta sinn sem Miðflokkurinn sendir út greiðsluseðla vegna félagsgjalda.

Engin skylda er að greiða þau en þau eru hugsuð sem leið flokksmanna til að styðja við starf flokksins ef þeir vilja.

Greiðsluseðill á að hafa birst í heimabanka undir flokknum valgreiðslur og mun krafan detta sjálfkrafa út eftir ákveðinn tíma.

Hafi einhverjir ekki fengið tilkynningu um kröfuna en vilja styrkja Miðflokkinn, er einnig hægt að leggja beint inn á bankareikning flokksins:

Reikningur: 133-26-013114

Kennitala:  650609-1740

Takk fyrir stuðninginn.

 

FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU

Miðflokkskonur hittust á Hótel Natura

Þessar hressu Miðflokkskonur hittust á Hótel Natura a miðvikudaginn og áttu notalega aðventustund saman.

Þetta var síðasti kvennahittingurinn á þessu ári og er fyrirhugað að hittast aftur í janúar 2020, en það verður auglýst betur síðar.

 

Áhugaverður fundur í Garðabæ í vikunni

Miðflokksdeild Garðabæjar stóð fyrir opnum fundi í Golfskála GKG í vikunni þar sem fjallað var um jólahald á Íslandi.  

Frummælendur voru Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins, Bjarni Karlsson prestur og ráðgjafi, Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digraneskirkju og Baldur Úlfarsson formaður Miðflokksdeildar Garðabæjar.  Almenn ánægja var með fundinn og sköpuðust góðar umræður um málefnið.

 

Góður fundur á Akureyri með Önnu Kolbrúnu Árnadóttur

Miðflokksdeild Akureyrar stóð fyrir opnum fundi á laugardaginn. 

Opnar umræður voru um bæjarmálin á Akureyri og nágrenni og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ræddi um það sem er að gerast á þinginu þessa dagana.

    

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU

Í vikunni voru þrír þingfundardagar en nefndardagar voru í gær og í dag, þar sem fastanefndir Alþingis funda allan daginn.

Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður tók sæti á Alþingi í byrjun vikunnar og er út þessa viku, en hann kom inn fyrir Bergþór Ólason sem sat fundi Evrópuráðsþingsins í París í vikunni.

 

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í vikunni tóku Þorsteinn Sæmundsson og Jón Þór Þorvaldsson þátt.

Þorsteinn spurði mennta- og menningarmálaráðherra um umsóknir um starf útvarpsstjóra.

Jón Þór spurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framtíð innanlandsflugs.

 

Í störfum þingsins í vikunni tók Jón Þór Þorvaldsson þátt og ræddi þar um Reykjavíkurflugvöll.

 

Stefnt er að þingfrestun fyrir jól föstudaginn 13. desember og búast má því við að það verði mikið um að vera síðustu vikuna fyrir jól á Alþingi.

 

GREINAR OG PISTLAR

Grein eftir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Svf. Árborg, sem birtist í Dagskránni á Selfossi þann 3. desember, 2019

"Freki kallinn" og sannleikurinn

 

Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember, 2019

Hið óþarfa leynifélag RÚV ohf.

 

Grein eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Bændablaðinu þann 5. desember, 2019

Auðlindanýting og ábyrgð

 

Tilkynning frá Miðflokknum 4. desember, 2019

 

Stuðningur við einkarekna fjölmiðla – ný nálgun

Rekstrarerfiðleikar einkarekinna fjölmiðla og erfið samkeppnisstaða þeirra gagnvart Ríkisútvarpinu hefur verið til umræðu árum saman og sérstaklega á liðnum mánuðum í tengslum við tilraunir menntamálaráðherra til að leiða í lög umdeilda og flókna leið ríkisstyrkjavæðingar.

Miðflokkurinn telur þær leiðir sem ráðherra leggur til í senn gagnslitlar og flóknar. Það heyrir enda til undantekninga að fyrirsvarsmenn einkarekinna fjölmiðla séu sáttir við útfærslu ráðherrans.

Miðflokkurinn leggur nú til nýja og betri aðferð til að styðja við einkarekna miðla með það að markmiði að draga hægt og rólega úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði. 

Tillögurnar eru tvíþættar. Annars vegar ganga þær út á að almenningur fái að velja með hvaða hætti stuðningur skilar sér til einkarekinna fjölmiðla. Hins vegar er horft til þess að styrkja innlenda dagskrárgerð í gegnum samkeppnissjóð sem verður fjármagnaður með auglýsingasölu hjá Ríkisútvarpinu.

Valfrelsi almennings:

Við skattskil hafa einstaklingar sjálfræði um til hvaða fjölmiðils þeir vilja að greiðslur þeirra til fjölmiðla, „útvarpsgjaldið“, renni.

  • Áhrif af þessu kæmu fyrst fram árið 2021, eftir að skattgreiðendur hafa skilað skattskýrslum sínum, vorið 2020, fyrir árið 2019.
  • Miðað er við að árið 2021 verði að hámarki 10% heildarupphæðar nefskattsins ráðstafað með þessum hætti, 20% árið 2022 og hlutfallið nái hámarki árið 2023 þegar 30% af útvarpsgjaldi verði að hámarki ráðstafað til einkarekinna miðla.
  • Velji lægra hlutfall skattgreiðenda að ráðstafa gjaldinu til einkarekinna miðla en gert er ráð fyrir hér að ofan nýtur Ríkisútvarpið þess. Velji hærra hlutfall skattgreiðenda að ráðstafa gjaldinu til einkarekinna miðla en hámarkið gerir ráð fyrir þá skiptast tekjur hlutfallslega á einkarekna miðla þar til hámarksviðmiðinu er náð.

Samkeppnissjóður til stuðnings innlendri dagskrárgerð:

Helmingur af auglýsingasölu og tekjum af kostun hjá Ríkisútvarpinu renni í sjóð sem styðji við innlenda dagskrárgerð.

  • Auðvelt verður að halda utan um þetta eftir að Ríkisútvarpið hefur stofnað dótturfélag sem heldur utan um auglýsingasölu og kostun.
  • Með þessu næst fram markmið um að styðja með öflugum hætti við innlenda dagskrárgerð.
  • Með þessari nálgun mætum við þeim áhyggjum sem lýst hefur verið af því að erfitt verði að ná til tiltekinna hópa ef Ríkisútvarpið verður tekið af auglýsingamarkaði. Þannig er einnig brugðist við athugasemdum um að fjármagn sem nú rennur til auglýsingakaupa hjá Ríkisútvarpinu kynni að leita til erlendra aðila en ekki til einkarekinna íslenskra fjölmiðla, verði Ríkisútvarpið tekið af auglýsingamarkaði.

 

 

  Miðflokkurinn óskar félagsmönnum ánægjulegrar aðventu   

 

 MIÐFLOKKURINN

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter