Fréttabréf Miðflokksins 6. mars, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS  6. mars, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Mánudagar:  13 - 17
Þriðjudaga - föstudaga:  9 - 12 og 13 - 17

 

 

 

LANDSÞING MIÐFLOKKSINS 2020

Í ljósi stöðunnar um mögulega útbreiðslu COVID-19 veirunnar á Íslandi eru líkur á að Miðflokkurinn þurfi að fresta Landsþingi sínu sem áætlað var að halda helgina 28. - 29. mars n.k. 

Það hefur þó ekki verið tekin endanleg ákvörðun, en þetta mun skýrast á næstu dögum eftir því sem að upplýsingar berast frá þar til bærum yfirvöldum.

Við vildum engu að síður, kæru flokksfélagar, láta ykkur vita stöðu mála.

Við hvetjum til þess að flokksmenn hinkri með að panta sér flug/hótel o.s.frv. í tengslum við þingið (þeir sem eru ekki nú þegar búnir að því).

Ef niðurstaðan verður sú að Landsþinginu verði frestað, munu þeir sem hafa þegar skráð sig og greitt fá endurgreitt eða eiga greiðsluna inni þar til þingið fer fram.

Þið munuð fá frekari fréttir á næstu dögum.

 

 


 VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:


OPIÐ HÚS í HAFNARFIRÐI, laugardaginn 7. mars kl. 10

Á morgun laugardaginn 7. mars verður opið hús og vöfflukaffi hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar í húsnæði flokksins að Hjallahrauni 9.

Rjúkandi heitar vöfflur og kaffi á boðstólnum - Stjórnmálaumræður.

Verið velkomin í Hafnarfjörðinn!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

Image may contain: text and food

 

 


MIÐFLOKKSKONUR HITTAST Í PARTÝ BINGÓ, sunnudaginn 5. apríl, kl. 19:00 

Miðflokkskonur ætla að hittast og hafa gaman saman í kvöldmat og Partý Bingó á Sæta svíninu þann 5. apríl n.k.

Ætlunin er að hittast kl. 19:00 á Sæta svíninu og borða saman gómsætan þriggja rétta kvöldverð.

Eftir það verður farið í partý bingóið með Siggu Kling sem byrjar kl. 21:00 á sama stað.

Verð fyrir þriggja rétta máltíð er kr. 5900.- á mann og búið er að taka frá 30 manna borð.

Allar konur hjartanlega velkomnar!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 

 


VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS, fimmtudaginn 12. mars kl. 16

Vöfflukaffi Miðflokksins verður á sínum stað fimmtudaginn 12. mars kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð.

Rjúkandi vöfflur, kaffi og góður félagsskapur.

Allir innilega velkomnir!

 

 


OPINN FUNDUR Á AKUREYRI, laugardaginn 14. mars kl. 11 

Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis boðar til opins fundar laugardaginn 14. mars kl. 11:00 - 13:00.

Fundurinn verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri.

Heitt á könnunni og allir innilega velkomnir!

 


BÆJARMÁLAFUNDUR Á AKUREYRI, mánudaginn 16. mars frá kl. 20

Bæjarmálafundur verður haldinn á Akureyri mánudaginn 16. mars og byrjar fundurinn kl. 20:00.

Fundurinn verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri.

Bæjarmálin rædd - heitt á könnunni.

Allir velkomnir!

 


KAFFISPJALL MEÐ ODDVITA MIÐFLOKKSFÉLAGS MOSFELLSBÆJAR, miðvikudaginn 18. mars frá kl. 15:15

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, mun vera í Kjarnanum í Mosfellsbæ á opnunatíma Bókasafns Mosfellsbæjar, miðvikudaginn 18. mars n.k.

Verið velkomin í kaffispjall og umræður um bæjarmálin með Sveini Óskari.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook.

 

 


LANDSÞING UNGLIÐAHREYFINGU MIÐFLOKKSINS, föstudaginn 27. mars kl. 17

Ungliðahreyfing Miðflokksins boðar til landsþings föstudaginn 27. mars kl 17:00 á skrifstofu Miðflokksins, Hafnarstræti 20, 2. hæð.

Framboðum til aðalstjórnar skal skilað inn eigi síður en tveimur sólahringum fyrir landsþing og framboðum til formanns skal skilað inn eigi síður en tveimur vikum fyrir landsþing.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega starfi og vilja bjóða sig fram í stjórn þá sendið framboð á Karl Liljendal Hólmgeirsson, formann Ungliðahreyfingarinnar á netfangið:  karl@midflokkurinn.is

 

 


FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU:

Aðalfundur Miðflokksfélags Reykjavíkur var haldinn á miðvikudaginn á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20.  Fundurinn var afar vel heppnaður og fjölmennur.

Ásamt venjulegum aðalfundarstörfum var ný stjórn kjörin.

Nýkjörna stjórn MFR skipa:

Ásta Karen Ágústsdóttir, formaður

Image may contain: 1 person

Anna Björg Hjartardóttir

Edith Alvarsdóttir

Jón Hjaltalín Magnússon

Kristján Hall

      

 Smellið hér til að skoða fleiri myndir af fundinum.

 

 


 FRÉTTIR AF ÞINGINU:

 Í vikunni tóku sæti á Alþingi Þorgrímur Sigmundsson og Una María Óskarsdóttir.

 

Í Störfum þingsins tók Þorgrímur Sigmundsson þátt. 

Hann ræddi um flugsamgöngur á landsbyggðinni. 

 

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma tók Ólafur Ísleifsson þátt.

Ólafur spurði utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um viðskiptasamning við Breta. 

Ólafur spurði einnig heilbrigðisráðherra um skýrslu um bráðamóttöku Landspítalans.

 

Ólafur Ísleifsson mælti fyrir frumvarpi sínu í vikunni um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (stjórn Landspítala).  Í kjölfarið gekk málið til velferðarnefndar sem mun fjalla um frumvarpið.

Hér má sjá flutningsræðu Ólafs. 

Hér má sjá frumvarpið í heild sinni. 

 

Þrjár sérstakar umræður voru í þessari viku.

Í einni þeirra var Una María Óskarsdóttir málshefjandi og heilbrigðisráðherra var til svara.  Umræðan var um bætt uppeldi, leið til forvarana og lýðheilsu og tók Karl Gauti Hjaltason einnig þátt í umræðunni.

Fyrri ræðu Unu Maríu má sjá hér.  

Seinni ræðu Unu Maríu má sjá hér.

Ræðu Karls Gauta má sjá hér.

 

Sérstök umræða var um jafnt atkvæðavægi þar sem Bergþór Ólason tók þátt.

Fyrri ræðu Bergþórs má sjá hér.

Seinni ræðu Bergþórs má sjá hér.

 

Þriðja sérstaka umræðan í vikunni var um almannavarnir þar sem Karl Gauti Hjaltason tók þátt.

Fyrri ræðu Karls Gauta má sjá hér.

Seinni ræðu Karls Gauta má sjá hér.

 

Í vikunni var 2. umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendana og afrétta, nr. 58/1998 (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.). 

Allsherjar- og menntamálanefnd fjallaði um frumvarpið og var Anna Kolbrún Árnadóttir með sérálit.

Nefndarálitið má lesa hér og mælti Bergþór Ólason fyrir álitinu, ræðu hans má sjá hér.

 

Í vikunni var umræða um munnlega skýrslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um störf Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Birgir Þórarinsson og Ólafur Ísleifsson tóku þátt í umræðunni.

 

Næsta vika verður svokölluð nefndarvika á Alþingi.  Fundir verða í fastanefndum 9. –11. mars skv. starfsáætlun Alþingis.  Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.  Næsti þingfundur verður fimmtudaginn 13. mars kl. 10:30.

 

 


GREINAR OG PISTLAR:


Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 2. mars, 2020

Ísland og Bretland ekki umsóknarríki

 

 

 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter
Ritstjóri fréttabréfsins er Íris Kristína Óttarsdóttir
Vinsamlegast sendið ábendingar og/eða efni í fréttabréfið á netfangið iriso@althingi.is