Úttekt á starfsemi Skattsins við framkvæmd tollalaga

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mælti í gær fyrir skýrslubeiðni sem þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram.   

Í skýrslubeiðninni er óskað er eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um verklag Skattsins við framkvæmd og eftirlit samkvæmt tollalögum og tollsamningum á málefnasviði landbúnaðarvara.  

Greidd voru atkvæði um skýrslubeiðnina á Alþingi í gær og var hún samþykkt.

Atriðin sem Miðflokkurinn óskar eftir að verði sérstaklega skoðuð eru:

  • Tollafgreiðsla landbúnaðarvara.
  • Þróunn á umfangi innflutnings landbúnaðarvara.
  • Samanburður á tölum um útflutning búvara frá löndum ESB og Noregi og innlendum tölum um innflutning frá sömu löndum.
  • Athugun á því hvort tollnúmerum á sviði landbúnaðarvara og skilgreiningu vara sem undir hvert númer falla, hafi verið breytt frá stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Vonir standa til þess að skýrsla ríkisendurskoðanda muni varpa ljósi á hvað veldur þessu misræmi og hvort þar sé á ferðinni kerfisbundið tollasvindl eða mistök innflutningsaðila.

Skýrslubeiðnina má lesa í heild sinni hér.