Framboðslisti Norðausturkjördæmis samþykktur

Framboðlisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins þann 8. júlí, 2021.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, leiðir listann.  Í öðru sæti er Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður.  Í þriðja sæti er Þorgrímur Sigmundsson, verktaki og varaþingmaður Miðflokksins.


Listinn allur er eftirfarandi.

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

2. Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður Miðflokksins, Akureyri.

3. Þorgrímur Sigmundsson, verktaki, Húsavík.

4. Ágústa Ágústsdóttir, verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi, Öxarfirði.

5. Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur, Reyðarfirði.

6. Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi og framkvæmdastjóri Breiðdalsbita, Breiðdal.

7. Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, skrifstofumaður, Akureyri.

8. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, verslunarmaður, Egilsstöðum.

9. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, móttökuritari og sjúkraflutningamaður, Raufarhöfn.

10. Sverrir Sveinsson, eldri borgari, Siglufirði.

11. Magnea María Jónudóttir, heilbrigðisstarfsmaður, Fáskrúðsfirði.

12. Ragnar Jónsson, bifvélavirki og bóndi, Eyjafjarðarsveit.

13. María Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir og frístundabóndi, Húsavík.

14. Viðar Valdimarsson, ferðamálafræðingur, Akureyri.

15. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri.

16. Bjarney Guðbjörnsdóttir, olíubifreiðastjóri og bóndi, Eyjafjarðarsveit.

17. Ævar Rafn Marinósson, bóndi, Langanesbyggð.

18. Guðmundur Þorgrímsson, vörubifreiðastjóri, Fáskrúðsfirði.

19. Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri, Egilsstöðum.

20. Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri, Akureyri.