Fjármálaáætlun 2021-2025

Spurningar þingmanna Miðflokksins í umræðum um Fjármálaáætlun 2021 - 2025

 

Í vikunni sátu fagráðherrar fyrir svörum um fjármálaáætlun 2021-2025 en hver flokkur fékk að spyrja hvern ráðherra tvisvar.

Hér má sjá upptökur af spurningum þingmanna okkar af vef Alþingis.

 

Gunnar Bragi Sveinsson spurði forsætisráðherra m.a. í fyrri ræðu sinni um hvernig ráðherra gæti svarað þeim vexti sem væri í ráðuneyti hennar í hennar ráðherratíð.   Sjá hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Gunnar Bragi hvernig ríkisstjórnin hugðist mæta þeim áskorunum sem væru framundan í ríkisrekstrinum.  Smellið hér.

Birgir Þórarinsson og Þorsteinn Sæmundsson spurðu fjármála- og efnahagsráðherra.

Birgir spurði ráðherra um skattakröfur sem væru afskrifaðar og spurði jafnframt ráðherra hvort að það ætti ekki að vera áætlun um þessar kröfur í fjármálaáætlun.  Sjá hér.

Þorsteinn spurði ráðherra um mál tollgæslunnar og endurnýjun búnaðar.  Sjá hér. 

Bergþór Ólason spurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjárveitingar til samgöngumála og breytingu á milli ára.  Sjá hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Bergþór um stöðu innanlandsflugsins.  Sjá hér.

Gunnar Bragi Sveinsson ræddi við utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um rammasamning um sjávarútvegsmál og um fríverslunarsamning og stöðu Íslands gagnvart því.  Sjá hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Gunnar Bragi ráðherra um markmið ráðuneytisins og hvernig þeim verður fylgt eftir.  Smellið hér.

Anna Kolbrún Árnadóttir spurði félags- og barnamálaráðherra um einstaklinga með skerta starfsgetu.  Sjá hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Anna Kolbrún um einstaklinga sem fær endurhæfingalífeyri.  Sjá hér.

Anna Kolbrún og Þorsteinn Sæmundsson spurðu mennta- og menningarmálaráðherra.

Anna Kolbrún spurði ráðherran um framhalds- og háskólanám fyrir starfsfólk í atvinnuleit.   Sjá hér.

Þorsteinn spurði ráðherra um framlög til Ríkisútvarpsins og hækkun útvarpsgjalds.  Sjá hér.

Sigurður Páll Jónsson spurði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fyrri spurningu sinni um lakari kjör bænda.  Sjá hér.

Í seinni spurningu sinni fylgdi Sigurður Páll kjörum bænda eftir og spurði um jafnframt auknar kröfur til landbúnaðar. Hann benti jafnframt á að við þyrftum að bregðast við þeirri stöðu sem landbúnaður væri í, ekki með skerðingu heldur sókn í þágu þessarar atvinnugreinar.  Sjá hér.

Þorsteinn Sæmundsson spurði dómsmálaráðherra í fyrri ræðu sinni málefni þeirra sem bíða hér og sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd.  Smellið hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Þorsteinn ráðherra út í almenna löggæslu.  Sjá hér.

Karl Gauti Hjaltason spurði umhverfis og auðlindaráðherra. Í fyrri ræðu sinni spurði Karl Gauti m.a. um urðun sorps.  Sjá hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Karl Gauti um árangur, markmið og framtíðarsýn ráðherra um urðun sorps.  Smellið hér til að horfa.

Anna Kolbrún ræddi við starfandi heilbrigðisráðherra, hún spurði hann um biðlista í opinberra kerfinu og jafnframt um samninga við sérgreinalækna.  Sjá hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Anna Kolbrún um aðra samninga heilbrigðiskerfisins sem eru lausir.  Smellið hér til að horfa.

Karl Gauti Hjaltason spurði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fyrirhugaða lokun þess.  Sjá hér.

Í seinni ræðu sinni spurði Karl Gauti um málefni leiðsögumanna.  Smellið hér til að horfa.