Hringtenging rafmagns á Vestfjörðum

Bergþór Ólason mælti fyrir þingsályktunartillögu í dag á Alþingi um hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum. 

Umræðu um þingsályktunartillöguna má sjá hér

Í greinargerð segir :

 Á Vestfjörðum hefur afhendingaröryggi rafmagns lengi verið lakara en annars staðar á landinu. Vestfirðingar eru háðir innflutningi orku af meginflutningskerfi landsins og þaðan fá þeir ríflega 40% þeirrar raforku sem notuð er í landshlutanum. Enginn landshluti á að þurfa að búa við slíkt ástand en þrátt fyrir að margir hagkvæmir virkjunarkostir séu á Vestfjörðum hefur ekki náðst sátt um nýtingu þeirra. Því er nauðsynlegt að tryggja afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum með hringtengingu. Til þessa hafa forsendur útreikninga Landsnets gengið út á að Hvalárvirkjun geti rekið kerfið á Vestfjörðum ef það einangrast frá meginflutningskerfinu án þess að til truflunar komi á afhendingu raforku. Mikil óvissa ríkir nú um virkjun Hvalár og því er nauðsynlegt að koma á öflugri hringtengingu, óháð því hvort af virkjun Hvalár verður eða ekki.

 

Þingsályktunartillöguna má sjá í heild sinni hér.