Málið snýst um öryggi landsmanna

Kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands

Frumvarp dómsmálaráðherra um lög þar sem bann er lagt við vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi.
Þingflokkur Miðflokksins styður frumvarpið og greiddu þingmenn okkar allir atkvæði með frumvarpinu.
 

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, tók til máls fyrir hönd þingflokks Miðflokksins á Alþingi á föstudaginn og sagði málið snúast um öryggi landsmanna. 

"Í dag snýst málið um öryggi landsmanna. Verði þessi lög samþykkt, þá er enn tími til þess að semja fram á nýja árið og hvet ég samningsaðila til að nýta anda jólanna og reyna að ná samningum.  Þingflokkur Miðflokksins mun greiða máli þessu atkvæði sitt.“  Upptöku af ræðu Gunnar Braga í þingsal má sjá hér.

 

Frumvarpið má lesa hér