Störf þingsins

Á þriðjudaginn var umræða um störf þingsins á Alþingi. Ólafur Ísleifsson tók þar þátt og ræddi þar um fjórða orkupakkann, en þann sama dag birtist pistill í Morgunblaðinu eftir Ólaf um fjórða orkupakkann. 

Ólafur sagði meðal annars: 

„Við Íslendingar getum ekki látið undan kröfum um afsal forræðis yfir auðlindum okkar. Raforkan er ekki eina dæmið um þjóðarhagsmuni. Innflutningur hráa kjötsins ógnar dýraheilbrigði og lýðheilsu og verður að hrinda með lagasetningu. Tími er kominn til að Íslendingar spyrni fast við fótum og fari þar að dæmi Þjóðverja í liðnum mánuði."

Ræðu Ólafs má sjá hér.