Þingsályktun samþykkt

Á mánudaginn, á síðasta þingfundardegi fyrir sumarhlé, var þingsályktunartillaga Önnu Kolbrúnar Árnadóttur samþykkt, sem allur þingflokkur Miðflokksins voru meðflutningsmenn á.

Tillaga Önnu Kolbrúnar var til þingsályktunar um ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. 

Tillagan gengur út á að Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Ráðherra mun þá skila Alþingi skýrslu eigi síðar en 1. mars, 2021. 

Þessi tillaga er gríðarlegt framfaraskref í heilbrigðisþjónustu.

Tillöguna má lesa í heild sinni hér. 

Hér má sjá flutningsræðu Önnu Kolbrúnar um málið.