Þingflokkur Miðflokksins fordæmir orð landbúnaðarráðherra

Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla þann 7. október, 2020:

 
Þingflokkur Miðflokksins fordæmir orð landbúnaðarráðherra um landbúnaður sé lífsstíll.
Landbúnaður er ein af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar, skapar þúsundir starfa, færir neytendum hollar gæðavörur, sparar gjaldeyri og tryggir fæðuöryggi þjóðarinnar. Að kalla landbúnað lífsstíl er vanvirðing við eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar.
Orð ráðherra koma beint ofan í fréttir af röngum skráningum tollskýrslna fyrir innflutt matvæli. Svo virðist sem ríkisstjórninni sé fyrirmunað að standa með íslenskum landbúnaði.
 
Sem svar við fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar þingmanns Miðflokksins um rangar skráningar varpaði landbúnaðarráðherra ábyrgðinni á fyrrverandi landbúnaðarráðherra og núverandi samgönguráðherra Sigurð Inga Jóhannsson.
 
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins hefur óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi við fjármálaráðherra um rangar skráningar á innfluttum matvælum.