Menntagátt fyrir háskóla - Tillaga til þingsályktunar

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu sinni um menntagátt.   

Með tillögunni er mennta- og menningarmálaráðherra falið að stofna til rafræns umsóknarferlis á sameiginlegu vefsvæði, svonefndrar menntagáttar, fyrir nám í ríkisreknum háskólum líkt og sú rafræna umsóknarsíða sem er nú þegar til staðar fyrir nemendur sem eru að innrita sig í framhaldsskóla.  Útfærsla menntagáttinar er þannig að í henni hafi umsækjendur aðgang að upplýsingum um það hvaða námsbrautir standi þeim til boða og þeim gert kleift að sækja um mismunandi námsbrautir eða skóla og raða umsóknum í forgangsröð.

Er það mat flutningsmanna að menntagátt mundi auka yfirsýn nemenda yfir námsframboð í háskólum sem og yfirsýn skóla yfir nemendafjölda sem mundi leiða til aukins fyrirsjáanleika og auðvelda þannig rekstur skólanna til muna.  Tillagan gengur nú til síðari umræðu og til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

 

Smellið hér til að lesa þingsályktunartillöguna í heild sinni.  Upptöku af flutningsræðu Önnu Kolbrúnar í þingsal má sjá hér.