Tillaga til þingsályktunar um tímasetta aðgerðaáætlun um einföldun regluverks.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um tímasetta aðgerðaáætlun um einföldun regluverks. Þetta er í þriðja sinn sem þingflokkur Miðflokksins hefur lagt þetta mál fram á Alþingi.

Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að hafa forgöngu um að ríkisstjórnin geri tímasetta aðgerðaáætlun um einföldun regluverks. Við vinnuna verði miðað við að uppfylla að minnsta kosti markmið stöðuskýrslu ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um einföldun gildandi regluverks frá september 2014 og sértækar jafnt sem almennar aðgerðir útlistaðar og tímasettar. Forsætisráðherra kynni Alþingi aðgerðaáætlunina á vorþingi 2022.

Sigmundur mælir fyrir tillögunni

Tillagan í heild sinni