Yfirlýsing frá Miðflokksdeild Þingeyinga

Yfirlýsing frá Miðflokksdeild Þingeyinga:

Miðflokksdeild Þingeyinga lýsir yfir einarðri andstöðu við frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð og þeirri útþenslu ríkisbáknsins sem stofnaðavæðing hálendisins felur í sér. 

Þá fæst ekki séð að til að ná markmiðum frumvarpsins samkvæmt 3. grein þurfi stofnun þjóðgarðs með tilheyrandi kostnaði og valdboði.

Miðflokksdeild Þingeyinga hvetur þingmenn Miðflokksins til áframhaldandi baráttu gegn frumvarpinu eins og það var lagt fram.

Stjórn Miðflokksdeildar Þingeyinga