100 Sjónvarpslausir fimmtudagar

100 Sjónvarpslausir fimmtudagar

Föstudagur, 27. september 2024
 

Það get­ur verið mis­gam­an í þing­inu, en eitt er það sem þing­flokk­ur Miðflokks­ins hef­ur sér­stak­lega gam­an af; Sjón­varps­laus­ir fimmtu­dag­ar. Það er hlaðvarpið sem þing­flokk­ur­inn held­ur úti þar sem við ger­um upp vik­una í þing­inu og póli­tík­inni.

Það er ekki úti­lokað að af og til höf­um við talað aðeins „of skýrt“, stund­um látið vaða á súðum, en aldrei verið meiðandi.

Þátt­ur núm­er 100 fór í loftið í gær.

Áfang­an­um var fagnað með viðeig­andi hætti, pönnu­kök­um og kaffi, á meðan mál­in voru kruf­in til mergjar í hundraðasta sinn.

Í þætt­in­um feng­um við til okk­ar gesti úr þing­inu, einn úr hverj­um þing­flokki, og rædd­um þing­vet­ur­inn fram und­an, uppá­kom­ur síðustu vikna og mánaða og krydduðum þetta allt með hæfi­leg­um skammti af kæru­leysi og létt­leika.

Svandís Svavars­dótt­ir, verðandi formaður VG, reið á vaðið og ræddi við okk­ur tíma­setn­ingu kosn­inga, sjáv­ar­út­vegs­mál og fleira.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, einn skemmti­leg­asti þingmaður­inn, mætti fyr­ir Viðreisn og ræddi leynd­ar­dóma landa­fræðinn­ar, með meiru.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, litla orku­verið, mætti fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og skammaði okk­ur venju frem­ur lítið.

Jakob Frí­mann Magnús­son, okk­ar besti Stuðmaður í Flokki fólks­ins, hrósaði okk­ur og við þökkuðum auðvitað fyr­ir með pönnu­kök­um frá Sigrúnu Asp­e­lund.

Kristrún Frosta­dótt­ir, spútnik liðinna miss­era, kom í hljóðverið og rammaði inn verk­efni vetr­ar­ins eins og þau blasa við nýrri Sam­fylk­ingu.

Gísli Rafn Ólafs­son, „disa­ster expert“, kom fyr­ir hönd Pírata og út­skýrði fyr­ir okk­ur þátt­ar­stjórn­end­um sem enn not­umst við faxvél­ina að gervi­greind­in gæti orðið til gagns.

Að end­ingu mætti svo Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, hinn eini sanni fram­sókn­ar­maður, og ræddi land­búnaðar­mál.

Í þess­um 100. þætti stikluðum við sem sagt á stóru og litlu. Eng­um dylst að sam­lífi stjórn­ar­flokk­anna gæti verið betra, svo ekki sé meira sagt. Ég gef mér að skrif­stofu­stjóri Alþing­is hafi nú þegar tekið út viðbót­ar­trygg­ingu fyr­ir þriðju hæð ný­bygg­ing­ar Alþing­is, þar sem þing­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja deila hæð og hryðjurn­ar ganga yfir.

Fyr­ir ykk­ur sem hafið hlustað á hlaðvarpið hingað til segi ég: við erum rétt að byrja. Fyr­ir þau ykk­ar sem enn hafa ekki hlustað segi ég: nú er tím­inn til að byrja.

Þætt­ina má sækja á all­ar helstu hlaðvarps­veit­ur og þeir eru sömu­leiðis aðgengi­leg­ir í gegn­um heimasíðu Miðflokks­ins, þar sem jafn­framt er hægt að skrá sig í flokk­inn.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is