150 ástæður til að segja stopp

150 ástæður til að segja stopp

Föstudagur, 30. ágúst 2024
 

Í sam­ráðsgátt stjórn­valda er nú til um­sagn­ar „ný og upp­færð aðgerðaráætl­un í lofts­lags­mál­um“ í boði Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar um­hverf­is­ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Fyrst gerði ráðherr­ann at­lögu að því að hafa sam­ráðstíma­bilið mjög stutt, þannig að það kláraðist um há­sum­ar – að lík­ind­um til að lág­marka vand­ræðagang af mögu­leg­um um­sögn­um. Eft­ir tölu­verða gagn­rýni var um­sagn­ar­frest­ur­inn fram­lengd­ur og renn­ur nú út 22.sept­em­ber, eft­ir rúm­ar þrjár vik­ur.

Það er full ástæða til að hvetja fólk og fyr­ir­tæki til að kynna sér það sem að þeim snýr í þessu langa plaggi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem tel­ur 260 blaðsíður. Fyr­ir þá sem ekki nenna, eða hafa ein­fald­lega ekki tíma, þá tók þing­flokk­ur Miðflokks­ins á sig ómakið og fjall­ar ít­ar­lega um þess­ar til­lög­ur ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins í hlaðvarp­inu Sjón­varps­laus­ir fimmtu­dag­ar sem má nálg­ast á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Um­fjöll­un­in er í 92. þætti hlaðvarps­ins. Við get­um því miður ekki lofað að þetta sé okk­ar skemmti­leg­asti þátt­ur en það þurfti bara að gera þetta svo fleiri gætu áttað sig á því hvað nú­ver­andi rík­is­stjórn, með Sjálf­stæðis­flokk­inn í broddi fylk­ing­ar, hyggst leggja á herðar ís­lensku þjóðar­inn­ar í þess­um efn­um.

Í plagg­inu eru í stuttu máli kynnt­ar til leiks aukn­ar álög­ur, þving­andi ákv­arðanir gagn­vart heim­il­um og fyr­ir­tækj­um, þjónk­un við reglu­verk sem er sniðið er að hags­mun­um þjóða sem búa við allt ann­an veru­leika en við hér á Íslandi og svo mætti áfram telja. Meira og minna er þetta okk­ur mjög mót­drægt.

Íslensk stjórn­völd ættu frek­ar að nýta tím­ann og segja sig frá þessu sam­floti í lofts­lags­mál­um í ljósi stöðunn­ar og nálg­ast þessi mál á rétt­um for­send­um. For­send­um þjóðar sem er í far­ar­broddi allra þjóða heims þegar kem­ur að ár­angri í lofts­lags­mál­um – með 85% af orku­notk­un sinni frá end­ur­nýj­an­leg­um græn­um orku­gjöf­um. Til sam­an­b­urðar er hlut­fallið um 20% hjá Evr­ópu­sam­bands­ríkj­un­um.

Til að kasta ryki upp í loftið í þeirri von að þjóðin blind­ist og taki ekki eft­ir firr­ingu um­hverf­is­ráðherr­ans reyn­ir hann í öðru hverju orði að varpa ábyrgðinni á formann Miðflokks­ins því hann skrifaði und­ir eitt áforma­skjal í Par­ís fyr­ir tíu árum síðan. Það féll ekki í skaut Sig­mund­ar Davíðs að út­færa áformin og aðlaga að ís­lensk­um aðstæðum – nei Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók þann bolta í nýrri rík­is­stjórn og hef­ur keyrt okk­ur kirfi­lega út í skurð í þess­um mál­um.

Við hvetj­um þá sem geta að hlusta á um­fjöll­un um aðgerðirn­ar 150 í Sjón­varps­laus­um fimmtu­dög­um og láta svo í sér heyra og senda inn um­sögn um málið á sam­ráðsgátt.

En það er ljós við enda gang­anna. Það er enn hægt að vinda ofan af vit­leys­unni en til þess þarf skyn­semi og raun­sæi – og get­una til að standa í lapp­irn­ar gagn­vart er­lend­um öfl­um.

Þar mun­ar um Miðflokk­inn.

Höf­und­ur er þing­flokks­formaður Miðflokks­ins. bergt­horola@alt­hingi.is