Endurskoðun á tollasamningi Íslands og ESB um landbúnaðarvörur

Miðflokkurinn og þingflokkur Miðflokksins fagna því að barátta þeirra fyrir að endurskoðun á tollasamningi Íslands og ESB um landbúnaðarvörur fari fram, hafi borið árangur.

Tollasamningur um landbúnaðarvörur var gerður á sínum tíma án samráðs og hafa þingmenn Miðflokksins beitt sér af krafti undanfarin ár fyrir endurskoðun eða uppsögn samningins.

Miðflokkurinn lagði m.a. fram þingsályktanir þess efnis sem og skýrslubeiðni um málið.

Í dag tilkynnti utanríkisráðherra að hann hefði óskað eftir við Evrópusambandið að þessi samningur verði endurskoðaður.  Við vonum að þetta sé ekki sýndarmennska fyrir kosningar og að endurskoðunin muni ganga hratt fyrir sig.